Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 07:58

Scott á sjéns að verða nr. 1

Adam Scott  er nær draumi sínum um að verða nr. 1 á heimslistanum en hann hefir nokkru sinni verið. Scott er sem stendur nr. 2 á heimslistanum en Ástralinn á mikla möguleika að fara fram úr Tiger að stigum og verða besti kylfingur heims þ.e. nr. 1 á heimslistanum þ.e. gangi honum vel á  WGC Cadillac Championship. Reyndar verður Scott að sigra á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída, á sama tíma og Tiger verður að verða neðar en í 10. sæti. Svo gæti hins vegar farið að Tiger segi sig úr mótinu og taki ekki þátt vegna bakmeiðsla, sem urðu til þess að hann dró sig úr Honda Classic og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 07:44

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Berglind við keppni í Suður-Karólínu – Staðan e. 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, taka báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fer fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu. Mótið stendur dagana 2. – 4. mars 2014  og lýkur því í kvöld. Þátttakendur eru 192 frá 36 háskólum. Sunna hefir leikið á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) og er á besta skori Elon, sem er sem stendur í 12. sæti í liðakeppninni. Berglind er búin að leika á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (74 84) og er á næstbesta skori UNCG, sem er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 07:15

Rory: „Verður erfitt að komast yfir tapið í bráðabananum“

Rory McIlroy hefir viðurkennt að „það verði erfitt að komast yfir“ dramatískt tap í bráðabana Honda Classic en hét því að hann ætlaði sér „að koma sér í svipaða stöðu en gera betur,“ á Bláa Skrímslinu í Doral, en þar fer næsta mót fram. Golfklúbburinn í Seminole, Flórída er svo mikið einka að eitt sinn var Jack Nicklaus hafnað um að gerast félagi þar. Góður árangur Rory í Honda Classic hefir þó orðið til þess að hann fór úr 8. sæti heimslistans upp í 6. sætið. Ekki er hægt að halda því fram að Rory sé ekki á betri stað í golfinu en á síðasta ári. Fyrir 12 mánuðum síðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 23:55

Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.  Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu tveim deildum karla og efstu deild kvenna sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins.  Besti golfvallastjórinn er valinn af afrekshópi golfsambandsins,  golfkennurum og landsdómurum. Í flokki knattspyrnuvalla sigraði Krisinn V. Jóhannsson fyrir Laugardalsvöll.  Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta þetta árið, þrátt fyrir oft á tíðum slæmt veðurfar.  Mikið afrek var svo unnið þegar Laugardalsvöllur var í frábæru ástandi um miðjan nóvember þegar leikur Íslands og Króatíu fór fram.  Það voru ekki margir sem bjuggust við því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 23:45

Afmæliskylfingar dagsins: Hrafnhildur og Sverrir Vorliði – 3. mars 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þau Hrafnhildur Birgisdóttir og Sverrir Vorliði Sverrisson. Bæði eiga þau afmæli í dag 3. mars 1964 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Hrafnhildar og Sverris Vorliða til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Hrafnhildur Birgisdóttir F. 3. mars 1964 (50 ára – Innilega til hamingju!!!) Sverrir Vorliði Sverrisson F. 3. mars 1964 (50 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 94 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 71 árs í dag);Keith Carlton Fergus 3. mars 1954 (60 ára stórafmæli); Noelle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 12:30

Hver er kylfingurinn: Russell Henley?

Russell Henley sigraði fyrsta mót sitt á PGA Tour í 14. janúar 2013 þ.e. fyrir ári síðan… en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði  á PGA Tour sem fullgildur félagi, því hann hlaut kortið sitt eftir gott gengi á Web.com mótaröðinni – sem er svona einskonar 2. deild golfsins vestra. Í gær, 2. mars 2014 bætti hann við 2. sigri sínum á PGA Tour og það ekki á móti af lakari sortinni, heldur sjálfu Honda Classic eftir bráðabana við þá Rory McIlroy, Ryan Palmer og nafna sinn Russell Knox. Russell Henley hefir verið rísandi golfstjarna vestur í Bandaríkjunum og sigur hans í gær undirstrikar það enn betur. Henley Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 07:30

PGA: Hvað var í sigurpoka Henley?

Russell Henley sigraði á Honda Classic í gær.  Eftirfarandi var í sigurpoka hans: Dræver: Nike VR_S STR8-FIT (Graphite Design HD-7X skaft), 9.5° 3-tré: Nike VR_S Covert 2.0 (Fukijura Rombax P95 X skaft), 15° 5-tré: Nike VR_S Covert 2.0 (Fukijura Rombax P95 X skaft), 19° Járn: Nike VR Pro Cavity (3-6; True Temper Dynamic Gold Tour Issue sköft), Nike VR Pro Combo (7-9; True Temper Dynamic Gold Tour Issue sköft) Fleygjárn: Nike VR Pro (48° og 53°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue sköft), Nike VR Forged (59°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue skaft) Pútter: Nike Method 006 Bolti: Nike RZN Black

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 07:00

PGA: Russell Henley sigraði í 4 manna bráðabana á Honda Classic

Það var Russell Henley sem stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic mótinu, sem lauk í gær á PGA National í Flórída. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru 4 efstir og jafnir: nafnarnir Russell Henley og Skotinn Russell Knox, Rory McIlroy, sem búinn var að leiða alla 3 dagana þar áður og Ryan Palmer. Allir voru þeir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 272 höggum: Henley (64 68 68 72); Knox (70 63 68 71); McIlroy (63 66 69 74) og Palmer (68 66 69 69). Það varð því að koma til bráðabana milli efstu fjögurra og þar hafði Henley best þegar á 1. holu bráðabanans, en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 22:00

Golfgrín á sunnudegi

Lítil, gömul kona gengur eftir gangstétt og dregur á eftir sér tvo stóra, svarta plastpoka. Öðru hverju flýgur $ 20 dollara seðill út um gat á öðrum pokanum. Lögreglan stöðvar litlu, gömlu konuna vegna gruns um að hún sé með þýfi í pokunum. Lögreglan: „Gerir þú þér grein fyrir að það fljúga 20 dollara seðlar út um gat á öðrum pokanum þínum?“ Konan hlær. Konan: „Það er nú saga að segja frá því. Þannig er nefnilega mál með vexti að húsið mitt er staðsett við golfvöll. Ég er að reyna að rækta blóm, en kylfingarnir eru svo ósvífnir að gera þarfir sínar á blómin mín og fyrir utan óþefin af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðis og Berglind Björns hefja leik á Kiawah Island Classic

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, taka báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fer fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu. Mótið stendur dagana 2. – 4. mars 2014 og þátttakendur eru 192 frá 36 háskólum. Sunna hefir þegar lokið 1. hring og spilaði hann á 3 yfir pari, 75 höggum.  Sunna er á 2. besta skori liðs síns sem er sem stendur í 15. sæti en nokkrir keppendur eiga eftir að ljúka 1. hring þegar þetta er ritað og því getur sætisröðin raskast nokkuð. Berglind Lesa meira