PGA: Daly með yips og á 90 á Valspar mótinu
John Daly hefir spilað í 17 samfelld ár á PGA Tour og alltaf átt einn hring upp á 80 högg eða meira. En hann fór langt yfir 80 högg á Valspar Championship í dag, þegar honum brást rúmlega 1 meters pútt fyrir 89 á lokaholu Innisbrook resort og niðurstaðan hæsta skor ferilsins 90 högg. „Ég gafst ekkert upp,“ sagði Daly jákvæður eftir hringinn hryllilega. „Ég reyndi!“ Hann notaði 12 högg á par-4 16. holunni – og jafnaði þar með 4. hæsta skor sitt á eina holu – en var miklu meira uppteknari af því að hann er kominn með yips þegar hann púttar. Daly sagðist hafa byrjað að fá yips-ið á Lesa meira
GR: Marólína Erlendsdóttir púttmeistari GR-kvenna 2014!
Marólína Erlendsdóttir er púttmeistari GR-kvenna árið 2014 … og ekki í fyrsta sinn!!! Frábær púttari á fer þar, sem Marólína er og óskar Golf 1 henni innilega til hamingju!!! Marólína varð heiðruð á skemmtikvöldi GR-kvenna og má hér sá fréttatilkynninguna sem kvennanefnd GR sendi frá sér af því tilfefni: „Árlegt skemmtikvöld GR kvenna fór fram með miklum ágætum á laugardagskvöld og mátti engan veginn á milli sjá hver skemmti sér betur, enda samstaðan í hópnum mikil og góð. Veglegar veitingar í fallegri umgjörð Sigrúnar og hennar fólks í Golfskálanum Grafarholti ásamt skemmtun af öllu tagi gerði kvöldið eftirminnilegt. Metþátttaka var í púttinu, allt að eitthundrað og tuttugu konur mættu hvert Lesa meira
Evróputúrinn: Cañizares enn í forystu í Marokkó í hálfleik – hápunktar 2. dags
Spánverjinn Alejandro Cañizares leiðir enn eftir 2. mótsdag Hassan Trophée II í Marokko, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Cañizares er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (62 68). Í 2. sæti er Englendingurinn Seve Benson 1 höggi á eftir og í 3. sæti er Rafa Cabrera Bello á samtals á 9 undir pari, 135 höggum (68 67) þ.e. 5 höggum á eftir Cañizares. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal og Pablo Larrazabal. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag á Hassan Trophée II SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hassan Trophée II Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2014
Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 25 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Besti árangur Lesa meira
GKG: Kristófer Orri bestur á 5. púttmóti barna og unglinga
Púttmót nr. 5 af 9 lauk laugardaginn 8. mars s.l. í Kórnum, og voru 39 krakkar sem púttuðu að þessu sinni. Hægt er að sjá besta árangur í hverjum flokki hér fyrir neðan. Til að sjá úrslit allra keppenda SMELLIÐ HÉR: . Næsta mót fer fram laugardaginn 22. mars í Kórnum þ.e. eftir 1 viku. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ókeypis. Þau sem stóðu sig best í 5. púttmótinu 8. mars 2014: 12 ára og yngri stelpur Gunnhildur S 28 pútt 12 ára og yngri strákar Sigurður Arnar Garðarsson 28 pútt 13 – 15 ára strákar Bjarni Þór Hafstein 28 pútt Hilmar S. 28 16 – 18 Lesa meira
LET: Hudson og Walker efstar e. 1. dag Lalla Meryem Cup
Samhliða Trophée Hassan II mótinu hjá körlunum fer fram Lalla Meryem mótið hjá konunum á Evrópumótaröðinni í Marokkó. Það eru tvær sem eru í forystu eftir 1. dag: Sophie Walker og Rebecca Hudson, en báðar eru frá Englandi. Þær léku báðar á 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR:
Tiger dæmdur til að borga $ 668.000,-
Kviðdómur dæmdi fyrirtæki Tiger Woods, ETW, til þess að greiða $668,000 til fyrirtækis vegna samningsbrota kom fram í Miami Herald í gær. Gotta Have It Golf Inc. og eigandi þess fyrirtækis Bruce Matthews, sem býr í Suður-Miami höfðuðu einkamál vegna þess að fyrirtæki Tiger stóð ekki við samning um afhendingu á tilteknum fjölda ljósmynda og eiginhandaáritanna skv. ákvæðum í samningi milli aðila frá 2001. Miami-Dade County Circuit Court komst að þeirri niðurstöðu að ETW bæri skaðabótaábyrgð vegna ósanngjarnra viðskiptahátta. Eric Isicoff, lögmaður Matthews, sagði í the Herald að vextir myndu auka bæturnar sem skjólstæðingur hans fengi í u.þ.b. $1.3 milljónir; Matthews fer jafnfram fram á meira en $1 millijón (u.þ.b. Lesa meira
Jamie Donaldson fær takmarkaðan keppnisrétt á PGA Tour
Jamie Donaldson hefir þegið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á PGA Tour í Bandaríkjunum, það sem eftir er keppnistímabilsins. Wales-verjinn (Donaldson) varð í 2. sæti í WGC Cadillac Championship á Doral og hlaut að launum $763,000. Sú niðurstaða þýðir að Donaldson fær keppnisrétt þar sem hann hefir þegar tekið fram úr þeim lægsta sem komst á túrinn á stigum, frá síðasta keppnistímabili. Donaldson, 39 ára, sem sigrað hefir tvívegis á Evróputúrnum, er sem stendur efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Þetta þýðir líka að Donaldson er í góðri stöðu að komast í Ryder Cup liðið, en hann er hógvær „það er langur vegur í Ryder Cup“ sagði hann. „Það er fullt af góðum mótum sem Lesa meira
Evróputúrinn: Cañizares á 62 og efstur e. 1. dag í Marokkó
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Trophée Hassan II mótið sem fram fer í Golf du Palais Royal, í Agadír, Marokkó dagana 13.-16. mars. Eftir 1. mótsdag leiðir Spánverjinn Alejandro Cañizares en hann lék á 10 undir pari, 62 höggum. Hann fékk 11 fugla og 1 skolla. Englendingurinn Seve Benson er fast á hæla Cañizares á 9 undir pari og þeir Magnus Carlsson og Connor Arendell koma þar á eftir á 7 undir pari, 65 höggum! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:
GSG: Hægt að spila golf í Sandgerði … á sumargrínum!
Vorið er komið víst á ný …. eru menn farnir að syngja í Sandgerði! Snjórinn er farinn af Kirkjubólsvelli og völlurinn opinn inn á sumargrín eins og alltaf. Ekkert betra en að drífa sig í helgarbíltúr í Sandgerði og taka einn hring…. enda ótrúlegt hvað völlurinn er alltaf góður! Vallargjald kr. 2.000 og 3.000 fyrir hjón. Vinsamlegast greiðið vallargjaldið í skálanum eða á reikning GSG 0542-26-1563. Kennitala 420289-1549.










