Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2014 | 19:00

GR: Marólína Erlendsdóttir púttmeistari GR-kvenna 2014!

Marólína Erlendsdóttir er púttmeistari GR-kvenna árið 2014 … og ekki í fyrsta sinn!!! Frábær púttari á fer þar, sem Marólína er og óskar Golf 1 henni innilega til hamingju!!!

Marólína varð heiðruð á skemmtikvöldi GR-kvenna og má hér sá fréttatilkynninguna sem kvennanefnd GR sendi frá sér af því tilfefni:

Árlegt skemmtikvöld GR kvenna fór fram með miklum ágætum á laugardagskvöld og mátti engan veginn á milli sjá hver skemmti sér betur, enda samstaðan í hópnum mikil og góð. Veglegar veitingar í fallegri umgjörð Sigrúnar og hennar fólks í Golfskálanum Grafarholti ásamt skemmtun af öllu tagi gerði kvöldið eftirminnilegt. 

Metþátttaka var í púttinu, allt að eitthundrað og tuttugu konur mættu hvert kvöld og var stemmningin góð á meðal kylfinganna.  
Spennan á síðustu púttkvöldum mótaraðarinnar var mikil og skiptust konur á að verma forystusætið enda munaði ekki miklu á skorinu, aðeins eitt högg til eða frá á milli hringja. 
Það fór svo að lokum að það varð Marólína Erlendsdóttir sem vermdi fyrsta sætið að loknum 8 púttkvöldum, en fjórir bestu hringir hennar töldu 114 högg.  

Marólína Erlendsdóttir er Púttmeistari GR kvenna árið 2014

GR óskar Marólínu innilega til hamingju með titilinn.

Meðfylgjandi er lokastaðan eftir 8 púttkvöld.

Við þökkum kærlega þátttökuna í púttmótaröðinni. Senn fer að vora í hugum og hjörtum okkar golfskvísanna og þá streymum við út á golfvellina. 

Framundan er fræðslukvöld sem verður haldið 25.mars nk en þá ætlar Ragga Sig að heimsækja okkur og þann 23.apríl verður árlegt reglukvöld GR kvenna með Hinriki Hilmarssyni, yfirdómara GR.

Óvissuferðin er 17.maí, endilega takið þann dag frá. Þá förum við á vit ævintýranna og spilum golf í sveit. Óvissuferðin hefur verið á meðal skemmtilegustu viðburða í starfi GR kvenna, eitthvað sem engin má missa af. 

Dagskrá sumars verður birt á næstu dögum. Við hlökkum mikið til að starfa með ykkur áfram í vor og sumar.

Kær kveðja

kvennanefnd GR kvenna“