Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2014 | 22:30

Tiger dæmdur til að borga $ 668.000,-

Kviðdómur dæmdi fyrirtæki  Tiger Woods, ETW, til þess að greiða $668,000 til fyrirtækis vegna samningsbrota kom fram í Miami Herald í gær.

Gotta Have It Golf Inc. og eigandi þess fyrirtækis Bruce Matthews, sem býr í Suður-Miami höfðuðu einkamál vegna þess að fyrirtæki Tiger stóð ekki við samning um afhendingu á tilteknum fjölda ljósmynda og eiginhandaáritanna skv. ákvæðum í samningi milli aðila frá 2001.  Miami-Dade County Circuit Court komst að þeirri niðurstöðu að ETW bæri skaðabótaábyrgð vegna ósanngjarnra viðskiptahátta.

Eric Isicoff, lögmaður Matthews, sagði í  the Herald  að vextir myndu auka bæturnar sem skjólstæðingur hans fengi í u.þ.b. $1.3 milljónir; Matthews fer jafnfram fram á meira en $1 millijón (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna)  í lögmannskostnað.

Tiger Woods bar vitni eftir að hafa átt einn vesta hring sinn í móti, 78 á lokahring WGC-Cadillac Championship.

Skv. Herald er viðbúið að fyrirtæki Tiger áfrýji.