LET: Nocera efst fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó
Franski kylfingurinn Gwladys Nocera er efst fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó. Nocera er á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 68 65). Nocera hefir 2 högga forystu á löndu sína Sophie Giquel-Bettan. Eftir 3. hring sagði Nocera m.a.: „Í dag gekk mér ekkert sem best á fyrri 9. Ég strögglaði svolítið en ég veit ekki, ég spilaði 2 hringi þar áður og var að pútta illa, en var samt á góðu skori þannig að ég hugsaði bara „haltu áfram þau munu falla“ og það komu nokkur fleiri á seinni 9.“ Thaílenski kylfingurinn Ariya Jutunugarn, sem leiddi í hálfleik er dottin niður í 3. sætið og er á samtals Lesa meira
Verchnova snýr aftur til keppni
Rússneski kylfingurinn Maria Verchenova er búin að vera frá keppnisgolfi vegna þess að hún eignaðist barn seint á árinu 2012. En nú er hún aftur byrjuð að keppa og tekur þátt í Lalla Meryem mótinu í Marokkó. Á facebook síðu sína skrifaði hún í gær: T35. Same stuff: lot of birdies, lot of bogeys… But I couldn’t believe I made a cut with rental clubs. Nice, useless experience. Thank’s to BA! Hún sem sagt segist í lauslegri þýðingu deila 35. sætinu; hún hafi fengið mikið af fuglum og skollum og trúði því varla að hún hafi náð niðurskurði með leigukylfum! Þetta er ágætis byrjun og verður gaman að fylgjast með henni Lesa meira
Evróputúrinn: Cañizares óstöðvandi – Hápunktar 3. dags
Spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares virðist algerlega óstöðvandi á Trophée Hassan II og er enn í forystu eftir 3. dag mótsins. Samtals er Cañizares búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (62 68 69) og hefur 6 högga forystu á næsta keppanda, Seve Benson. Benson er á 11 undir pari, 205 högum (63 68 74). Í 3. sæti er síðan Hollendingurinn Robert-Jan Derksen á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Íris Lorange Káradóttir – 15. mars 2014
Það er Íris Lorange Káradóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris er fædd 15. mars 2000 og á því 14 ára afmæli í dag! Íris hefir spilað bæði á Áskorendamótaröð á Unglingamótaröð Íslandsbanka. Komast má á facebook síðu Írisar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Iris Lorange Káradóttir 15. mars 2000 (14 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari 17. mars 1917-10. október 1988 (hefði orðið 97 ára í dag); Tsuyoshi Yoneyama, 15. mars 1965 (49 ára), Helen Beatty (áströlsk), 15. mars 1975 (39 ára), Christina Kim, 15. mars 1984 (30 ára stórafmæli!!!) … Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk keppni í 17. sæti og Ari í 27. sæti á CBU Spring Inv.
Theodór Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í CBU Spring Invitational, sem fram fór í Quail Ridge golfklúbbnum í Bartlett, Tennessee. Mótið fór fram dagana 10.-11. mars 2014. Þátttakendur voru 57 frá 10 háskólum. Theodór lék á samtals 11 yfir pari, 156 höggum (74 79) og í 17. sæti í einstaklingskeppninni, en Ari var á samtals 17 yfir pari, 157 höggum (75 82) og í 27. sæti. Theodór var á 2. besta skori Arkansas Monticello og Ari á 3. besta skorinu og töldu því skor beggja í 6. sætis árangri Arkansas Monticello í liðakeppninni. Þeir Theodór og Ari og golflið Monticello spila næst á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind í 1. sæti á JMU Eagle Inv. mótinu e. 1. dag
Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir og golflið Elon taka þátt í JMU Eagle Invitational. Mótið fer fram á golfvelli Eagle Landing golfklúbbsins í Orange Park, Flórída dagana 14.-16. mars 2014. Þátttakendur í mótinu eru 93 frá 16 háskólum. Berglind var best í liði UNCG, en hún átti glæsihring upp á 3 undir pari, 69 högg og er var á besta skorinu af liði UNCG, sem er í 13. sæti í liðakeppninni. Berglind er í 1. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag, sem hún deilir með liðsfélaga Sunnu Víðisdóttur, Emily Brooks í Elon. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Berglindi!!! Sjá má umfjöllun á heimasíðu UNCG um glæsilegan árangur Lesa meira
Champions Tour: Langer leiðir á 63 á Toshiba Classic – Hápunktar 1. dags
Það er Þjóðverjinn Bernhard Langer, sem leiðir á móti Champions Tour þessa vikuna, Toshiba Classic, eftir 1. dag. Hann lék á 8 undir pari, 63 höggum, á hring þar sem hann skilaði hreinu skorkorti og dreifði fuglunum 8 sem hann fékk jafnt, þ.e. var með 4 fugla á fyrri 9 og fjóra fugla seinni 9. „Ég notaði allt í pokunum,“ sagði Langer eftir hringinn. „Ég hitti flestar flatir á tilskyldum höggafjölda og var ánægður með næstum allar kylfurnar í pokanum.“ Langer hefir 2 högga forystu á Fred Couples og þá Chien Soon Lu og Jeff Hart, sem allir léku á 6 undir pari, hver. Þeir Michael Allen, Kirk Triplett, Duffy Waldorf og Scott Lesa meira
Litríkir PGA kylfingar – Myndskeið
Litríkir? Hvaða kylfingar skyldu teljast meðal mest litríku kylfinga PGA Tour? Strax í hugann kemur kylfingur gærdagsins, John Daly, sem kominn er með yips og átti slæman hring á Valspar mótinu, enda gengur það eftir Daly er í myndskeiðinu! Bubba Watson er litríkur … eða a.m.k. bleiki dræverinn hans…. en litríkastur allra hver skyldi það vera? Hér má sjá myndskeið með litríkum kylfingum á PGA Tour SMELLIÐ HÉR:
PGA: Garrigus efstur á Valspar – hápunktar 2. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Robert Garrigus, sem er efstur á Valspar mótinu í Innisbrook resort í Flórída. Garrigus er búinn að leika á samtals 7 undir pari, 135 höggum (69 66). Í 2. sæti er Kevin Na á 4 undir pari og 3. sætinu deila þeir Mattero Manassero, Justin Rose, Pat Perez og Matt Every á samtals 3 undir pari hver, eða allir 4 höggum á eftir Garrigus. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR:
LET: Ariya Jutunugarn efst e. 2. dag í Marokkó
Thaílenski kylfingurinn Ariya Jutunugarn er efst eftir 2. mótsdag á Lalla Meryem mótinu í Marokkó. Hún er búin að spila á 8 undir pari, 134 höggum (68 66). Öðru sætinu, 2 höggum á eftir deila þýski kylfingurinn Nina Holleder og Matthilda Cappeliez frá Frakklandi á samtals 6 undir pari, hvor. Fjórða sætinu deila síðan 2 franskir og 2 enski kylfingar þ.á.m. golfdrottningin fimmtuga Laura Davies á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. mótsdag Lalla Meryem mótsins SMELLIÐ HÉR:










