Skrítnar golfsveiflur
Hér birtist ein fyrsta grein greinarhöfundar, sem áður hefir birtst í ársbyrjun 2010 á iGolf. Á YouTube hefir um skeið verið u.þ.b. 11 mínútna myndband sem sýnir skrítnar golfsveiflur ýmissa þekktra golfara. Myndbandið heitir: “The Strangest Swings in All of Golf” og er tengillinn eftirfarandi: SMELLIÐ HÉR: Margir hafa eflaust séð myndbandið. Það hefst á eftirfarandi yfirlýsingu: “Seve Ballesteros – I don´t want to attest to his golfswing… but I named my first cat after Seve Ballesteros.” Gagnrýni á golfátrúnaðargoði margra olli, að því er virðist, miklu uppnámi á bloggsíðu Youtube, þar sem litið var á þetta sem hálfgerða stríðsyfirlýsingu bandaríska gagnrýnandans á Spán – Spánverjar voru fljótir að verja Lesa meira
Kylfingurinn Babe Didrikson Zaharias – I. grein
Hér að neðan birtist að nýju ein fyrsta golfgrein greinarhöfundar, í þriggja golfgreina röð (sem reyndar er þýðing af Wikipedia), en þessi, sem er sú fyrsta af golfgreinunum þremur hefir áður birtst á iGolf miðvikudaginn 20. janúar 2010, þ.e. fyrir rúmum 4 árum: Mildred Ella Didrikson fæddist 26. júní 1911, í Port Arthur, Texas og dó 45 ára að aldri, 27. september 1956, úr ristilkrabbameini. Hún komst í heimsmetabók Guiness fyrir að vera fjölhæfasta íþróttakona heimsins, ásamt Lottie Dod. Frægust er hún fyrir afrek sín í golfi (sem vikið verður að í framhaldsfréttum næstu tvo daga, þ.e í greinum um kylfinginn Babe Didrickson Zaharias II & III) . Hér er Lesa meira
PGA: Ekki tókst að ljúka 1. hring á Valero Texas Open vegna myrkurs – Danny Lee og Pat Perez leiða – Mickelson á 77
Hringurinn á Valero Texas Open hlýtur að vera vonbrigði fyrir Phil Mickelson nú þegar aðeins 2 vikur eru í The Masters risamótið. Hann spilaði á 5 yfir pari, 77 högga júmbóskori. Þetta er hæsta skor Mickelson frá því á PGA Championship risamótinu á síðasta ári þegar hann átti hring upp á 78 högg. „Ég hef verið að spila vel heima, þannig að koma út og spila svona eru vonbrigði,“ sagði Mickelson. „Mér fannst ég ekki nógu skarpur.“ Mickelson ætlaði að draga úr mótaþátttöku sinni í von um að ganga betur á mótum, en það plan hans virðist ekki alveg vera að ganga upp. Í tveimur síðustu mótum hans komst hann Lesa meira
GÞH: Gott golfveður á Hellishólum!
Í fréttatilkynningu frá Hellishólum segir eftirfarandi: „Í dag er frábært veður hér á Hellishólum og golfvöllurinn eins og á góðum sumardegi. Opið inn á sumargrín og verið hjartanlega velkomin í nafla alheims = Hellishóla.“ Nú er bara að drífa sig að Hvolsvelli og taka hring á frábærum 18 holu Þverárvellinum að Hellishólum!
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Berglind hefja leik á Bryan National Collegiate í dag
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, hefja leik í dag á Bryan National Collegiate mótinu. Mótið fer fram á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum. Berglind fer út af 1. teig en Ólafía Þórunn af 12. teig – en um shot gun start er að ræða í mótinu þ.e. allir keppendur ræstir út á sama tíma þ.e. kl. 8:45 að staðartíma (kl. 12:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar og Berglindar SMELLIÐ HÉR:
PGA: Mickelson með fugl á Valero Texas Open – Myndskeið
Mót vikunnar á PGA Tour er Valero Texas Open, en mótið fer fram á TPC San Antonio, í San Antonio Texas Sem stendur, stendur yfir leikur á 1. hring. Phil Mickelson átti sérlega glæsilegan fugl á 1. hring. Til þess að sjá fugl Phil á 16. braut TPC San Antonio SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með gengi keppenda á 1. hring Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
GMac: „Tiger hefir misst áru ósigranleikans“
Tiger Woods finnst hann e.t.v. aðeins meiddur eina ferðina enn (nú með bakverki) en hann sé annars í frábæru formi. GMac þ.e. Graeme McDowell hins vegar trúir því Tiger hafi misst áru ósigranleika síns. „Hann hefir misst þennan kraft ósigranleikans, sem umlukti hann,“sagði McDowell við fréttamann PGATour.com. „Ára hans er ekki eins sterk. Hann er enn Tiger Woods, enn besti kylfingur allra tíma að mínu áliti.“ „Ég man ekki eftir fyrsta skiptinu sem ég spilaði við hann (en) það var virkilegur „vá“ faktor. Hann var bara að spila allt annað golf en ég. En gæjar verða bara eldri, það gerist.“ GMac bætti við: „Þeir eru ekki þarna úti og trúa Lesa meira
Charley Hull gerir samning við Woburn – hamingjuóskir frá Ian Poulter
Charley Hull hélt upp á 18 ára afmælisdaginn sinn með því að skrifa undir samning við Woburn Golf Club, sem fulltrúi klúbbsins í mótum eða tournament professional. Hull, náði nú fyrr í mánuðnum í fyrsta sigur sinn á Ladies European Tour þ.e. á LallaMeryem Cup, í Marokkó og er því ásamt tvöföldum World Golf Championship sigurvegara Ian Poulter tournament professional klúbbsins. Likt og Poulter, mun Hull ver með lógó Woburn golfklúbbsins á ermi sinni í öllum mótum sem hún tekur þátt í. Charley sagði við þetta tækifæri: „Ég hef spilað í Woburn golfklúbbnum, síðan ég var lítil stúlka og það er virkilegur heiður að vera tournament professional fyrir Woburn Golf Club. Lesa meira
„Love is in the air“
Það er ekki á hverjum degi og gerist eiginlega ekki að fyrirsagnir á Golf 1 séu á ensku. Hér var ekki staðist mátið að bregða örlítið út af vananum og vísa í þetta gamla dægurlag John Paul Young (fyrir þá sem ekki þekkja það má rifja það upp og hlusta með því að SMELLA HÉR: ) Fyrirsögnin er nefnilega frábær og lýsandi því dóttir Davis Love III, Lexie er að fara að gifta sig og fer brúðkaupið fram á St. Simons Island heimili Love í Georgia. „Við ætlum að halda upp á þetta hér í garðinum hjá okkur og nota sama tjald og var notað í the McGladrey Classic pro-am draw Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Jónsdóttir – 27. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Jónsdóttir. Steinunn er fædd 27. mars 1951 og er í Golfklúbbi Sandgerðis. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) F. 27. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (42 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (37 ára); rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 (28 ára) …… og …… Dansinn Lengi Lifi F. 27. mars 1947 (67 ára) Eysteinn Marvinsson F. 27. Lesa meira










