Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 16:45

Charley Hull gerir samning við Woburn – hamingjuóskir frá Ian Poulter

Charley Hull hélt upp á 18 ára afmælisdaginn sinn með því að skrifa undir samning við Woburn Golf Club, sem fulltrúi klúbbsins í mótum eða tournament professional.

Hull, náði nú fyrr í mánuðnum í fyrsta sigur sinn á Ladies European Tour þ.e. á LallaMeryem Cup, í Marokkó og er því ásamt  tvöföldum World Golf Championship sigurvegara Ian Poulter tournament professional klúbbsins. Likt og Poulter, mun Hull ver með  lógó Woburn golfklúbbsins á ermi sinni í öllum mótum sem hún tekur þátt í.

Charley sagði við þetta tækifæri: „Ég hef spilað í  Woburn golfklúbbnum, síðan ég var lítil stúlka og það er virkilegur heiður að vera  tournament professional fyrir Woburn Golf Club. Þetta hefir verið frábær vika; ég vann fyrsta mótið mitt, varð 18 ára og varð Woburn Golf Club’s female Tournament Professional.”

Ian Poulter bætti við: „Ég er ánægður með að  Charley Hull sé núna ásamt mér fulltrúi  Woburn. Frammistaða hennar í The Solheim Cup á síðasta ári var frábær og sigurinn á Ladies European Golf Tour er frábær byrjun á árinu. Ég er viss um að Charley mun vinna fleiri titla á báðum mótaröðum á næstu árum. Velkomin í liðið Charley!”