Kylfingurinn Babe Didrikson Zaharias – I. grein
Hér að neðan birtist að nýju ein fyrsta golfgrein greinarhöfundar, í þriggja golfgreina röð (sem reyndar er þýðing af Wikipedia), en þessi, sem er sú fyrsta af golfgreinunum þremur hefir áður birtst á iGolf miðvikudaginn 20. janúar 2010, þ.e. fyrir rúmum 4 árum:
Mildred Ella Didrikson fæddist 26. júní 1911, í Port Arthur, Texas og dó 45 ára að aldri, 27. september 1956, úr ristilkrabbameini. Hún komst í heimsmetabók Guiness fyrir að vera fjölhæfasta íþróttakona heimsins, ásamt Lottie Dod. Frægust er hún fyrir afrek sín í golfi (sem vikið verður að í framhaldsfréttum næstu tvo daga, þ.e í greinum um kylfinginn Babe Didrickson Zaharias II & III) .
Hér er þó rétt að geta þess að hún vann alls 82 mót á ferli sínum, sem atvinnumaður í golfi, 41 mót á vegum LPGA (Ladies Professional Golf Association), og 41 mót utan LPGA. Þ.á.m. sigraði hún á Opna bandaríska kvennamótinu (US Women´s Open), 1948, 1950 og 1954; Titleholders Championship, árin 1947, 1950 og 1952 og í Western Open mótum, árin 1940, 1944, 1945 og 1950. Hún vann einnig íþróttasigra í körfubolta og frjálsum íþróttum; vann m.a. til verðlauna á Olympíuleikunum 1932, sem haldnir voru í Los Angeles, þ.e. gull í 80 m hindrunarhlaupi, gull í stangarstökki og silfur í hástökki. Auk þess þótti hún liðtæk í köfun og á hjólaskautum.
Mildred Ella Didrickson var næstyngst 7 barna Hönnuh og Ole, sem voru norskir innflytjendur í Bandaríkjunum. Þegar Mildred litla var 4 ára flutti Didrickson-fjölskyldan til Beaumont í Texas, þar sem þau bjuggu við 850 Doucette götu. Hún var nefnd “Babe” (eftir hafnarboltahetjunni Babe Ruth) eftir að hafa hlaupið 5 sinnum í “höfn” í hafnarboltaleik, sem krakki. Það gælunafn festist við hana.
Þó Babe hafi verið best þekkt fyrir íþróttaafrek sín var hún mjög myndarleg í “hefbundnum” viðfangsefnum kvenna þess tíma, þ.e. hún var flínk að sauma og saumaði margt af golffötunum sem hún klæddist. Hún vann meistarakeppnina í útsaum í State Fair of Texas í Dallas, árið 1931. Babe útskrifaðist 1929 frá menntaskólanum í Beaumont en fór ekki í háskóla. Hún var söngkona og lék á harmónikku og eru til margar upptökur af söng hennar hjá Mercury útgáfufyrirtækinu. Söluhæsta lag hennar var “I Felt a Little Teardrop” með “Detour” á B-hliðinni.
Hún var þegar fræg, sem Babe Didrikson, þegar hún giftist George Zaharias (1908-1984), atvinnumanni í glímu, í St. Louis, Missouri, 23. desember 1938. Eftir giftingu varð hún þekkt undir nafninu Babe Zaharias. Babe og George kynntust þegar þegar þau spiluðu golf saman í PGA-móti, en Babe er fyrsta konan til að keppa á móti körlunum á PGA-mótaröðinni. George Zaharias, var grískur innflytjandi, sem bjó í Pueblo í Colorado. Hann var alltaf uppnefndur “grátandi Grikkinn, frá Cripple Creek” (Crying Greek from Cripple Creek). Geoge var einnig leikari í hjáverkum. Zaharias-hjónin áttu engin börn og þeim var neitað af yfirvöldum um leyfi til að mega ættleiða börn.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024