Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 18:00

GMac: „Tiger hefir misst áru ósigranleikans“

Tiger Woods finnst hann e.t.v. aðeins meiddur eina ferðina enn (nú með bakverki) en hann sé annars í frábæru formi.

GMac þ.e. Graeme McDowell hins vegar trúir því Tiger hafi misst áru ósigranleika síns.

„Hann hefir misst þennan kraft ósigranleikans, sem umlukti hann,“sagði McDowell við fréttamann PGATour.com. „Ára hans er ekki eins sterk. Hann er enn Tiger Woods, enn besti kylfingur allra tíma að mínu áliti.“

„Ég man ekki eftir fyrsta skiptinu sem ég spilaði við hann (en) það var virkilegur „vá“ faktor. Hann var bara að spila allt annað golf en ég. En gæjar verða bara eldri, það gerist.“

GMac bætti við: „Þeir eru ekki þarna úti og trúa að hann sé  sigranlegur vegna þess að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun um hann á undanförnum 10 árum hefir breyst í neikvæða. Nú er einfaldlega sú trú að strákar 19.20, 21 árs geti keppt við þá allra bestu og sigrað.“