Golfið varð til þess að Ivan Lendl hætti sem þjálfari Andy Murray
Tennis og golf tengjast á fjölmörgum sviðum. Óþarft er að benda á kærustu Rory McIlroy hina verðandi Caroline McIlroy, tennisdrottningu en einnig er pabbi Jessicu Korda, Petr Korda, kunnur tenniskappi og mikill vinur fyrrum nr. 1 í heiminum í tennisnum Ivan Lendl, sem er alveg forfallinn golfkappi. Talið er að Ivan Lendl spili 250 golfhringi á ári og hann er scratchari með forgjöf upp á 0. Þessi mikla golfiðja Lendl hefir orðið til þess að hann hefir hætt sem þjálfari hins efnilega skoska tennisleikara Andy Murray. Greg Garber á ESPN sagði í frétt sinni s.l. þriðjudag að Lendl hefði verið samingsbundinn að verja 25 vikum með Murray. „Til þess að gera Lesa meira
EurAsia Cup: Evrópa 5 – Asía 0 – Hápunktar 1. dags
Í dag hófst í Glenmarie golfklúbbnum í Kuala Lumpur í Malasíu EurAsiu Cup, sem er holukeppni milli Evrópu og Asíu með Ryder Cup fyrirkomulagi. Mótið hófst á því að forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, sem við þekkjum öll eftir fréttaflutning um flugvélina týndu MH370, sló upphafsheiðurshögg. Síðan spiluðu fyrirliðar beggja liða þ.e. Miguel Angel Jiménez fyrirliði liðs Evrópu og Thongchai Jaidee, fyrirliði liðs Asíu, en báðir eru spilandi fyrirliðar þ.e. eru þátttakendur í mótinu. Á fyrsta degi vann Evrópa alla leiki sína gegn liði Asíu og staðan því 5:0 fyrir liði Evrópu. Stærsta sigurinn unnu þeir Gonzalo Fdez-Castaño og Stephen Gallacher gegn þeim Anirban Lahiri og Gaganjeet Bhullar 4&3. Til þess Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Virginia Espejo (25/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, en þær léku Lesa meira
Rory vill meiri stöðuleika í leik sinn á Masters
Þegar Rory McIlroy lítur yfir leik sinn á Masters mótinu 2013 – þá vonar hann að í þetta sinn takist honum að setja saman 4 góða hringi á Augusta nú í ár. Í fyrra lauk Rory keppni á The Masters T-25 þ.e. deildi 25. sætinu með öðrum kylfingum – en sækir þó huggun í að lokahringur hans var upp á 69 högg og það rétt eftir að hann hafði átt vonbrigða 3. hring upp á 79 högg. „Ég veit að ég hef spilað nógu gott golf til þess að sigra hér nokkrum sinnum; þetta snýst aðeins um að ná öllu saman á einni viku. Þetta getur verið pirrandi golfvöllur (Augusta Lesa meira
GA: Daníel Harley ráðinn aðstoðarvallarstjóri
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar er eftirfarandi frétt: „Daniel Harley hefur verið ráðinn aðstoðarvallartjóri Golfklúbbs Akureyrar. Daniel er fæddur og uppalinn í Fife í Skotlandi en flutti hingað til lands árið 2004 og hefur búið hér á landi að mestu leyti síðan. Daniel er menntaðar golfvallafræðingur frá Elmwood College í Skotlandi og hefur mikla reynslu í viðhaldi golfvalla eftir að hafa starfað hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði í fjölmörg ár. Fyrst sem almennur vallarstarfsmaður, þá sem aðstoðar vallarstjóra og nú síðast sem vallarstjóri. Var hann m.a. annars kosinn vallarstjóri ársins 2012. Daniel mun því verða Steindóri vallarstjóra innan handar á vellinum ásamt því að aðstoða við viðhald á tækjum golfklúbbsins. Eiginkona Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá á 2 undir pari lokahringinn í Hawaii!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State luku í gær keppni á Anuenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua, Maui á Hawaii. Spilað var á Bay golfvellinum. Mótið stóð dagana 24.-26. mars 2014 og voru þátttakendur 88 frá 15 háskólum. Guðrún Brá fór úr 12. sætinu niður í 32. sætið í einstaklingskeppninni 2. dag mótsins, en á lokahringnum átti hún glæsihring upp á 2 undir pari, 70 högg og lauk keppni í 13. sæti í einstaklingskeppninni!!! Á lokahringnum fékk Guðrún Brá 7 fugla og 5 skolla. Samtals lék Guðrún Brá á 7 yfir pari, 223 höggum (74 79 70). Guðrún Brá var á 2. besta skorinu í liði Lesa meira
Konur félagar í St. Andrews?
Hvert skref í jafnræðisátt er skref skynsemi, sem ber að fagna. Í dag er fagnaðardagur því þær fréttir berast frá Royal and Ancient Golf Club að konum muni verða veitt félagsaðild þar í október eftir 260 ára „bið“. R&A hefir hingað til verið lokaður karlaklúbbur, þar sem konum hefir þó á síðari árum, fyrir náð og miskunn, leyfst að spila á golfvöllum vöggu golfíþróttarinnar. Nú fá þær að gerast fullgildir félagar! Svolítill bögull fylgir skammrifi. Félagar R&A golfklúbbsins eiga eftir að samþykkja tillögu sem formaður klúbbsins hefir sent þeim. Verði tillagan samþykt undirbýr það jarðveginn fyrir að að Opna breska megi eingöngu fara fram í klúbbum, sem leyfa báðum kynjum að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2014
Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 115 ár frá fæðingardegi hennar og 30 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald elskaði vinkonu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá á 2. besta skori Fresno e. 2. dag í Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hófu í gær keppni á Anuenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua, Maui á Hawaii. Spilað er á Bay golfvellinum. Mótið stendur dagana 24.-26. mars 2014 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum. Guðrún Brá fór úr 12. sætinu niður í 32. sætið í einstaklingskeppninni í gær eftir hring upp á 7 yfir pari, 79 högg. Samtals er Guðrún Brá búin að spila 9 yfir pari, 153 höggum (74 79). Guðrún Brá er á 2. besta skorinu í liði sínu, en lið Fresno State er í 9. sæti í mótinu. Í dag fer Guðrún Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk keppni í 3. sæti á Lions Golf Classic mótinu!!!
Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, og golflið Arkansas Monticello luku í gær keppni á UAFS Invitaional, Lions Classic mótinu, sem fram fór í Fort Smith í Arkansas. UAFS háskólinn var gestgjafi, en þetta er árlegt mót þeirra, Lions Golf Classic, sem bæði kvenna- og karlalið skólanna tóku þátt í. Mótið stóð dagana 24.-25. mars og lauk því í gær. Það fór fram í Hardscrabble Country Club og þátttakendur voru 60. Eftirfarandi 11 lið kepptu í karlaflokki í mótinu: UAFS, Newman, Texas A&M International, Northwestern Oklahoma State, Southeastern Oklahoma State, Cameron University, East Central University, Texas A&M-Commerce, University of Arkansas-Monticello, McMurry og Rogers State. Theodór náði þeim glæsilega árangri að Lesa meira










