Sandgerði eða Þorlákshöfn? Fullt í vormót I hjá GKJ
Nú er veðrið hagstætt kylfingum á þessu umhleypingasama vori og hægt að spila golf. Tveir klúbbar, báðir í um 1 klst fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu hafa auglýst að hægt sé að spila inn á sumargrín nú um helgina; það er hægt á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og á Þorlákshafnarvelli í Þorlákshöfn. Í fréttatilkynningu frá GSG frá því í morgun sagði þannig: „Í morgun kl 07:00 var mjög gott veður á Kirkjubólsvelli. Vindur NA 4 metrar hiti 4° og úrkomulaust. Enginn snjór er á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og opið er inn á sumargrín. Vinsamlegast skráið ykkur á golf.is, en vallargjaldið er einungis kr. 2.000 og kr. 3.000 fyrir hjón.“ Í fréttatilkynningu frá GÞ segir: „ Á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 78 – Berglind á 79 fyrsta dag Bryan mótsins
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG,hófu í gær leik á Bryan National Collegiate mótinu. Mótið fer fram á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum. Berglind lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 79 höggum en Ólafía Þórunn var högginu betri á 6 yfir pari, 78 höggum. Ólafía Þórunn er á 3 besta skori Wake Forest og telur það því í að koma liðinu í 14. sætið, sem það er í, sem stendur og Berglind var á 2. besta skori liðs síns, en lið hennar UNCG vermir botnssætið. Lesa meira
Kylfingurinn Babe Didrikson Zaharias – II. grein
Hér biritst að nýju ein fyrsta golfgrein greinarhöfundar (þýðing af Wikipedia), en hún birtist fyrst með góðfúslegu leyfi hennar á iGolf, fyrir rúmum 4 árum, fimmtudaginn 21. janúar 2010. Þetta er önnur greinin í röð þriggja golfgreina um einn fremsta kvenkylfing allra tíma Mildred „Babe“ Didrikson Zaharias. Hér fer 2. greinin og sú 3. og síðasta verður birt á morgun: Babe Didrikson fæddist 26. júní 1911. Árið 1935 hóf hún að spila golf, þá 24 ára, sem er nokkuð seint fyrir afrekskylfing, en þetta varð þó sú íþróttagrein, sem hún varð hvað frægust fyrir. Henni, sem eitt sinn var neitað um áhugamannatitil, keppti í janúar 1938 (þá 27 ára) á Lesa meira
PGA: Mickelson nær niðurskurði!!! – Hápunktar 2. dags Valero Texas Open
Phil Mickelson náði niðurskurði í Valero Texas Open í gær eftir hræðilega byrjun þar sem hann spilaði á 5 yfir pari, 77 höggum. Á 2. hring gekk mun betur; Mickelson spilaði á 2 undir pari og var því samtals á 3 yfir pari, sem rétt dugði til að halda haus og fleyta sér inn í leiki helgarinnar. Mickelson deilir síðasta eða 69. sætinu ásamt 13 öðrum, sem voru á samtals 3 yfir pari eftir 2. dag mótsins. Í efsta sæti er hinn ástralski Steven Bowditch, sem glímt hefir við þunglyndi, en gaman að sjá hann aftur ofarlega og nú efstan á skortöflu í móti. Bowditch er búinn að spila á Lesa meira
EurAsia Cup: ÓVÆNT ÚRSLIT – Asía 10 – Evrópa 10 – Hápunktar lokadagsins
Staðan fyrir tvímenningana 10, sem leiknir voru í dag í Glenmarie G&CC í Kuala Lumpur, Malasíu var 7:3 liði Evrópu í vil. Lið Evrópu þurfti því aðeins 3,5 vinning til þess að sigra í keppninni – 3 sigra 1 jafnan leik úr 10 leikjum!!! ….. en leikar fóru engu að síður þannig að lið Evrópu náði aðeins 3 vinningum og því fóru leikar svo að liðin skildu jöfn. Þeir sem héldu uppi heiðri Evrópu voru fyrirliðinn Miguel Angel Jiménez sem vann sinn leik gegn Nicholas Fung og Hollendingurinn Joost Luiten, sem sigraði Koumei Oda, en báðir leikirnir unnust með minnsta mun, 1&0. Í tveimur tilvikum féll allt á jöfnu þ.e. Lesa meira
Fjölgun á heimsóknum erlendra kylfinga á íslenska golfvelli
Á golfvef GSÍ golf.is mátti í gær lesa grein um mikla fjölgun erlendra kylfinga hingað til lands. Það er í samræmi við umferðartölur á ensku og þýsku golffréttasíður Golf 1, en mikil umferð er um þær og greinilegt að erlendir kylfingar eru forvitnir hvað landið hefir upp á að bjóða golflega séð og nýta sér því upplýsingar Golf1.is óspart. Á golf.is mátti annars lesa eftirfarandi: „Fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum árum. Á sama tíma hefur orðið töluverð fjölgun á heimsóknum ferðmanna sem leika golf hér á landi. Talið er að auking erlendra kylfinga hafi verið a.m.k. 15% á árinu 2013 og einstakir vellir hafa Lesa meira
LPGA: Creamer og Uribe leiða e. 1. dag Kia Classic
Það eru „bleiki pardusinn“ Paula Creamer og hin kólombíska Mariajo Uribe, sem leiða eftir 1. dag Kia Classic sem hófst í gær í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu. Báðar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: Shashan Feng frá Kína, Solheim Cup-arinn Jodi Ewart Shadoff, Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og mamman nýbakaða Cristie Kerr. Allar léku þær stöllur á 4 undir pari 68 höggum. Fimm kylfingar eru síðan í 7. sæti, en allar léku þær á 3 undir pari, 69 hver, þ.e.: Lexi Thompson, nr. 1 á Rolex heimslistanum Inbee Park, Lisette Salas, sem enn á eftir að sigra á LPGA, Tiffany Joh og Lesa meira
EurAsia Cup: Evrópa 7 – Asía 3 – Hápunktar 2. dags
Lið Evrópu er algerlega að valta yfir lið Asíu í EurAsíu bikarnum, en mótið fer fram á „heimavelli“ Asíu Glenmarie golfklúbbnum í Kuala Lumpur, Malasíu. Á 2. degi mótsins náði lið Asíu þó að sigra í tveimur viðureignum og jafntelfi varð í 2 leikjum. Leikirnir fóru á eftirfaranda máta: 1 Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat g. Miguel Angel Jimenez og Pablo Larrazabal A/S Allt jafnt 2 Koumei Oda og Hideto Tanihara g. Gonzalo Fernandez-Castaño og Stephen Gallacher A/S Allt jafnt 3 Anirban Lahiri og Siddikur Rahman g. Joost Luiten og Victor Dubuisson 1&0. Sigur liðs Asíu. 4 Prayad Marksaeng og Kim Hyung-sung g.Thomas Björn og Thorbjörn Olesen. 4&3 Sigur liðs Asíu. 5 Graeme McDowell og Jamie Lesa meira
John Ponter fór tvisvar holu í höggi …. á sama hring
Þann 19. mars s.l. fór John Ponter, 53 ára, frá Baden, Pennsylvaníu tvisvar sinnum holu í höggi á sama hring. Hann var á smávegis golfferðalagi með vinum sínum á Myrtle Beach þegar hann náði draumahöggi allra kylfinga, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Ponter hóf leik á seinni 9 í Oyster Bay golfklúbbnum. Fyrsti ásinn steinlá eftir að Ponter sló með 9-járninu sínu af 15. teig,á 109 yarda (99,5 metra) par-3 holuna. Þetta var fyrsta draumahögg Ponter og fagnaðarlætin eftir því. „Ég trúði þessu ekki,“sagði Ponter í viðtali við Myrtle Beach Golf Holiday. Ímyndið ykkur bara hversu hissa hann varð þegar hann kom á 135 yarda (123 metra) par-3 6. holuna og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Liebelei Elena Lawrence – 28. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 28 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei Lawrence Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla. Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór á Lesa meira










