Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 16:10

„Love is in the air“

Það er ekki á hverjum degi og gerist eiginlega ekki að fyrirsagnir á Golf 1 séu á ensku.

Hér var ekki staðist mátið að bregða örlítið út af vananum og vísa í þetta gamla dægurlag John Paul Young (fyrir þá sem ekki þekkja það má rifja það upp og hlusta með því að SMELLA HÉR: )

Fyrirsögnin er nefnilega frábær og lýsandi því dóttir Davis Love III, Lexie er að fara að gifta sig og fer brúðkaupið fram á St. Simons Island heimili Love í Georgia.

„Við ætlum að halda upp á þetta hér í garðinum hjá okkur og nota sama tjald og var notað í the McGladrey Classic pro-am draw party“ sagði brosandi Love. „Við erum mjög spennt. Það er erfitt að trúa því (að hún sé að fara að gifta sig).“

Love sem verður 50 ára í næsta mánuði varð í 26. sæti á Arnold Palmer Invitational og hann er búinn skrá sig í mót næstu viku Shell Houston Open, til þess að reyna að komast á Masters.

Davis Love III verður ekki með á Valero Texas Open í þessari viku vegna brúðkaupsins. „Ég myndi hafa spilað (í Texas Open),“ sagði hann. „Ég verð að reyna að sigra til þess að fá að vera með á The Masters, þannig að ég myndi hafa spilað, því ég er að spila betur og betur, en þetta verður engu að síður frábær helgi.“