Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2014 | 07:00

PGA: Ekki tókst að ljúka 1. hring á Valero Texas Open vegna myrkurs – Danny Lee og Pat Perez leiða – Mickelson á 77

Hringurinn á Valero Texas Open hlýtur að vera vonbrigði fyrir Phil Mickelson nú þegar aðeins 2 vikur eru í The Masters risamótið.

Hann spilaði á 5 yfir pari, 77 högga júmbóskori.  Þetta er hæsta skor Mickelson frá því á PGA Championship risamótinu á síðasta ári þegar hann  átti hring upp á 78 högg.

„Ég hef verið að spila vel heima, þannig að koma út og spila svona eru vonbrigði,“ sagði Mickelson. „Mér fannst ég ekki nógu skarpur.“

Mickelson ætlaði að draga úr mótaþátttöku sinni í von um að ganga betur á mótum, en það plan hans virðist ekki alveg vera að ganga upp.

Í tveimur síðustu mótum hans komst hann ekki í gegnum niðurskurð (þ.e. á Honda Classic) og svo varð hann T-16 fyrir tveimur vikum í Doral á World Golf Championships-Cadillac Championship. Langt er síðan að hann tók þátt síðast á Texas Open, en hann hefir ekki spilað í mótinu síðan 1992, en það er svo langt síðan að það mót var það 11. á ferli hans sem atvinnumanns á PGA Tour.

Fyrsta hring á Valero Texas Open var frestað vegna myrkurs, en þoka varð til þess að rúmlega 2 tíma og 40 mínútna  töf var á að menn færu út.  Þetta olli því að 45 keppendur eiga eftir að ljúka 1. hring.

Með forystu í mótinu eftir 1. dag eru Pat Perez og Danny Lee , en báðir voru á 4 undir pari, 68 höggum og Andrew Loupe var á sama skori en á eftir að ljúka leik á 7 holum.

Heimamaðurinn  Cameron Beckman, Puerto Rico Open sigurvegarinn Chesson Hadley, Will MacKenzie og Seung-Yul Noh voru á 69 höggum og Miguel Angel Carballo og Justin Hicks voru líka á 3 undir. Carballo á eftir 4 holur og  Hicks þrjár.

Jim Furyk, Zach Johnson og Matt Kuchar voru á 2 undir pari, 70 höggum.

Sá sem á titil að verja í mótinu Martin Laird var á 72 höggum, líkt og sigurvegari Valspar mótsins John Senden og nýlegs sigurvegara á Champions Tour Jeff Maggert, en hann vann mót í Mississippi í fyrsta móti sínu á Champions Tour.

Ernie Els var á 74 höggum and former Texas stjarnan Jordan Spieth var á 75 höggum.

Heimamaðurinn Jimmy Walker var á 76 höggum, en hann hefir sigrað í 3 mótum á keppnistímabilinu:  Frys.com Open, Sony Open og Pebble Beach National Pro-Am.

Mickelson hitti aðeins helming flata á tilskyldum höggafjölda áGreg Norman-hannaða TPC San Antonio, var með skolla á 3 af 4 par-3 holum og lauk keppni með skramba á par-4, 9. holu.   Ein besta holan hans var sú 16. þar sem hann fékk fugl og Golf 1 greindi frá.

„Ég var ekki að  pútta vel,“  sagði Mickelson, sem var með 17 pútt á seinni 9, sem hann lék á 4 yfir pari, 40 höggum. „Ég þrípúttaði nokkrum sinnum, sem skaðaði skorið. Járnaspilið var ekkert frábært. En ég var ekkert að dræva illa þar til á síðustu holu.“

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: