GR: Ingvar Andri við æfingar kl. 6:00 í morgun
Ingvar Andri Magnússon GR, var að æfa í Egilshöll í morgun kl 6:00. KLUKKAN 6:00!!!! Þetta sýnir okkur hvað við eigum frábæra afrekskylfinga, sem gera ýmislegt fyrir velgengni sína. Eða eins og Gary Player sagði: „Því meira sem ég æfi því heppnari er ég!“ Góður árangur í keppnum er svo sannarlega ekki heppni heldur afrakstur mikils erfiðis. Til þess að sjá Ingvar Andra slá SMELLIÐ HÉR: en hér er svo sannarlega frábær kylfingur á ferð!!!
GK: Skuggi yngsti liðsmaður Keilis kominn á facebook
Þá má með sanni segja að allir séu komnir á Facebook og ekki sitja vallarstarfsmenn Keilis þar eftir. Þeir hafa sett upp skemmtilega síðu þar sem fylgjast má með hinum ýmsu hlutum sem koma á daginn hjá þeim við daglegt viðhald golfvallarins. Í nýjustu færslu sinni kynna þeir nýja meðlimi í starfsliðinu. Þeir sem vilja fylgjast með störfum vallarstarfsmanna GK á Faceinu SMELLIÐ HÉR: Hér eftir kemur skemmtileg færsla hjá þeim á síðunni af nýjasta og yngsta vallarstarfsmanninum: Jæja kominn tími á status! Með vorinu sem virðist hafa fundið okkur er best að kynna til leiks nýja starfsmenn Keilis! Fyrir áramót tók til starfa Arnaldur Freyr Birgisson. Hann er menntaður í Lesa meira
GK: Framhaldsskólanemum boðið á æfingasvæðið
Á heimasíðu Keilis er frétt um að klúbburinn hafi boðið framhaldsskólanemum sem eru í verkfalli frítt á æfingasvæðið. Það er um að gera fyrir nemendur í verkfalli að nýta sér þetta góða boð og losa sig þar með við stress og ama sem verkfallið veldur þeim og eins til þess að æfa sveifluna fyrir sumarið. Hér er frétt Keilis um ofangreint: „Golfklúbburinn Keilir hefur ákveðið að bjóða framhaldsskólanemum sem eru í verkfalli að koma á æfingasvæði Keilis á meðan verkfalli stendur. Með þessu vill Keilir sýna samfélagslega ábyrgð og styðja þolendur verkfalls. Nemendur geta komið virka daga á milli 09:00 – 12:00 í afgreiðslu Hraunkots og nýtt sér æfingasvæði Keilis. Lesa meira
Ný risamótaviðurkenning sem ber nafn Anniku Sörenstam
Í fyrradag tilkynnti LPGA um nýja viðurkenningu fyrir afrekskvenkylfinga á risamótum, en viðurkenningin mun bera nafn Anniku Sörenstam Á ensku er heiti þessarar nýju viðurkenningar Rolex ANNIKA Major Award. „Markmið okkar með öllu sem við gerum er að færa kvennagolf og LPGA á hærra stig,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA, Michael Whan. „Risamótin er stærsta svið okkar og við eru stolt af að vera í samvinnu við Rolex og Anniku til þess að koma á laggirnar þessari viðurkenningu sem mun veitast þeim kvenkylfingi sem stendur sig best á hverju ári á risamóti.“ Risamótin í kvennagolfinu eru nú 5 talsins og fer það fyrsta á þessu ári einmitt fram um þessar mundir þ.e. the Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst við keppni í dag á Mason Rudolph mótinu
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ hefja í dag keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fer fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee. Mótið fer fram dagana 4.- 6. apríl 2014 og þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst fer út af 1. teig kl. 10:06 að staðartíma (kl. 15:06 hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Guðnumdar Ágústs og ETCU SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik í dag á Seahawk Classic
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon hefja í dag leik á UNCW Seahawk Classic mótinu, sem fram fer í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu. Mótið fer fram 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur eru 50 frá 9 háskólum. Sunna fer út af 5. teig kl. 8:45 (fyrri hring) og kl. 14:00 (seinni hring) að staðartíma þ.e. kl. 12:45 og kl. 18:00 hér heima á Íslandi, en shotgun start er í báðum tilvikum þ.e. allir ræstir út á sama tíma. Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Elon á UNCW Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: Haas og Hoffman efstir – Hápunktar 1. dags Shell Houston Open
Hér fer leiðrétt úrslitafrétt e. 1. dag Shell Houston Open, en ekki allir voru búnir að ljúka leik þegar fyrri úrslitafrétt Golf 1 birtist þar sem sagði að Bradley, Holmes og Kuchar væru efstir. Þeir þrír voru það meirihluta gærdagsins (þ.e. efstir á skortöflunni) á 6 undir pari 66 höggum, en síðan bættust þeir Eric Compton og Jim Renner við en þeir spiluðu líka á 6 undir pari. Tveir kylfingar spiluðu þar að auki 1 höggi betur þ.e. á 7 undir pari, 65 höggum en það voru þeir Charley Hoffman og Bill Haas, sem réttilega eru efstir eftir 1. dag. 10 kylfingar deila síðan 8. sætinu á 4 undir pari Lesa meira
Paula Creamer hjá einkaþjálfara – Myndskeið
Allir alvöru kylfingar ættu að vera í líkamsrækt samhliða golfi! Það eykur styrkinn, dregur úr þreytu og golftengdum meiðslum auk þess sem það bætir almenna vellíðan. LPGA kylfingurinn Paula Creamer, líka kölluð „bleiki pardusinn“, vegna ástar sinnar á öllu bleiku, er í nokkuð óhefðbundinni líkamsrækt í Flórída, hjá meistara í blönduðum bardagalistum. Meistarinn fer ekkert nema fögrum orðum um nemanda sinn, sem sjá má við æfingar hjá honum með því aðSMELLA HÉR:
Nicklaus óskar Tiger góðs bata
Jack Nicklaus óskaði Tiger Woods góðs bata eftir bakuppskurðinn s.l. mánudag. Uppskurðurinn varð til þess að Tiger mun missa af Masters mótinu í fyrsta sinn á ferli sínum. „Mér þykir leitt að Tiger muni missa af Masters mótinu,“ sagði hinn 74 ára Nicklaus. „Ég veit að Tiger hefir verið að vinna hörðum höndum að því að komast í form og eins og ég hef sagt margoft á Tiger mikið af góðu golfi eftir. Ég hata að sjá hann rændan hluta þess tíma vegna meiðsla.“ „En við vitum öll að hann er að gera það sem er best fyrir heilsu hans og framtíð. Ég óska honum góðs (og fljóts) bata“ saði Lesa meira
PGA: Bradley, Holmes & Kuchar efstir e. 1. dag Houston Open
Það eru þeir Keegan Bradley, JB Holmes og Matt Kuchar, sem leiða eftir 1. dag móts vikunnar á PGA Tour, Shell Houston Open. Allir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum í Golf Club of Houston í Humble, Texas, þar sem mótið fer fram. Fjórða sætinu aðeins 1 höggi á eftir deila 4 kylfingar: Michael Thompson, Camillo Villegas, Stewart Cink og Ben Curtis. Hvorki fleiri né færri en 11 kylfingar eru deila síðan 8. sætinu á 4 undir pari, 68 högum m.a þeir Phil Mickelson og Ernie Els. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:










