Evróputúrinn: Nixon efstur e. 3. dag NH Collection Open
Það er Matthew Nixon, sem leiðir eftir 3. hring NH Collecton Open, sem fram fer á La Reserva í Cadiz. Nixon hefir leikið á samtals 8 undir pari, 208 höggum (72 71 65). Hringurinn í dag var sérlega glæsilegur en Nixon lék á 7 undir pari, fékk 9 fugla og 2 skolla. „Ég naut þess virkilega, sólin skein og ég var að spila vel….. ég man ekki mikið eftir hringnum nema að ég var að setja þá nálægt og setti síðan púttin niður,“ sagði Nixon. „Ef ég gæti endurtekið leikinn á morgun myndi það koma sér vel.“ Í 2. sæti er Marco Crespi á samtals 7 undir pari og í Lesa meira
GKG: Albatross hjá Birgi Leifi!
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, gerði sér lítið fyrir og fékk albatros á 18. holunni á Hacienda del Alamo vellinum, en brautin er par 5, 533 metra löng. Birgir Leifur, sem er ásamt félögum sínum í afrekshópum GKG í æfingaferð, sló í holu af 235 metra færi, með dræver, á móti sterkum vindi. “Teighöggið heppnaðist vel, og það kom ekkert annað til greina en að reyna við flötina, þó svo að það veitti ekki af drævernum aftur. Það var nokkuð sterkur hliðarmótvindur og boltinn sveigði skemmtilega í átt að pinna, lenti mjúklega og rúllaði í rólegheitunum í holuna. Þetta var frábær tilfinning að sjá boltann hverfa.” Þetta er í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 29. sæti e. 1. dag Rudolph Mason Open
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ eru við keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fer fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee. Mótið fer fram dagana 4.- 6. apríl 2014 og eru þátttakendur 78 frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á mótinu á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur í 29. sætinu í einstaklingskeppninni. Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Guðmundur Ágúst er á 1.-2. besta skori ETSU, sem er í 8. sætinu í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Guðnumdar Ágústs og ETCU SMELLIÐ HÉR:
PGA: Sergio efstur í hálfleik á Shell Houston Open – Hápunktar 2. hrings
Það er spænski kylfingurinn, Sergio Garcia sem leiðir eftir 2. hring Shell Houston Open. Garcia lék á samtals 12 undir pari 132 höggum (67 65) og í 2. sæti er Matt Kuchar, einu höggi á eftir þ.e. á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Fjórir deila 3. sætinu: Matt Jones, Cameron Tringale, Shawn Stefani og Jimmy Walker á samtals 8 undir pari, hver. Steve Stricker og Ben Curtis deila síðan 7. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor. Fjórir deildu síðan 9. sætinu þ.ám. Phil Mickelson allir á samtals 6 undir pari, 138 höggum (68 70), 6 höggum á eftir Garcia. Þriðji hringur Shell Houston Open er þegar hafinn Lesa meira
LPGA: Lexi og SeRi Pak leiða í hálfleik á Kraft Nabisco
Kraft Nabisco risamótið, 1. risamót ársins hjá konunum hófst nú á fimmtudaginn í Mission Hills CC, í Racho Mirage, Kaliforníu. Eftir 1. dag var það hin kínverska Shanshan Feng sem leiddi en nú í hálfleik hafa hin bandaríska Lexi Thompson og Se Ri Pak frá Suður-Kóreu tekið forystuna. Lexi og SeRi eru báðar búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Lexi (73 64) og SeRi (67 70). Ein í 3. sæti er Michelle Wie, aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari. Henni virðist farið að ganga betur í mótum og slæma árið sem hún átti í fyrra að baki. Samt hefir Wie ekki enn náð Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Nobuhle Dlamini (28/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 6 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 4.-6. sætinu þ.e. þær Nobuhle Dlamini, Josephine Janson og Viva Schlasberg en þær léku Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2014
Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 47 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Unnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Unnar Ingimundur Jósepsson (47 ára – Innilega til hamingju með Lesa meira
Golfklúbbur Ness 50 ára í dag!!!
Golfklúbbur Ness er 50 ára í dag og óskar Golf1 klúbbnum innilega til hamingju á þessum merku tímamótum! Á heimasíðu Nesklúbbsins segir þannig: „Golfklúbbur Ness var stofnaður 4. apríl 1964. Frumkvöðlar að stofnun klúbbsins voru þeir Pétur Björnsson og Ragnar J. Jónsson. Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu þeir Pétur Björnssson, formaður, Ragnar Jónsson, ritari, Sigurjón Ragnarsson, Ólafur Loftsson og Jón Thorlacius. Upphaf þess að Golfklúbbur Ness var stofnaður og menn fóru að iðka golf á Suðurnesi, Nesvellinum, var að árið 1963 fluttist starfsemi Golfklúbbs Reykjavíkur úr Öskjuhlíð upp í Grafarholt. Ástand golfvallarins í Grafarholti fyrstu árin var frekar slæmt og leituðu nokkrir félagar GR eftir æfingasvæði. Það var hugdetta Ragnar J. Lesa meira
Evróputúrinn: Jack Doherty efstur e. að 1. hring NH Collection Open lauk
Það er Skotinn Jack Doherty, sem er efstur eftir að tókst að ljúka NH Collection Open í morgun. Fresta varð leik um 2 tíma og 40 mínútur í gær vegna úrhellisrigningar og því varð nærri helmingur af þátttakendum í 144 manna mótinu að snúa aftur til leiks í morgun til að ljúka 1. hring. Jack Doherty var á 3 undir pari, 69 höggum þegar hann varð að hætta keppni í gær vegna veðurs og það var enginn í morgun sem jafnaði við hann eða gerði betur þannig að Doherty var einn í forystu eftir 1. hring. Reyndar náði Tjaart Van der Walt frá Suður-Afríku að jafna í skamman tíma við Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins
Golfsvipmynd dagsins er af Morgan Pressel. Hún er byrjaði að spila golf 8 ára og er í dag einn af bestu kvenkylfingum heims. Sem stendur er hún nr. 32 á Rolex-heimslista kvenna. Pressel er yngsti kvenkylfingur til að sigra í risamóti en hún sigraði í Kraft Nabisco Championship 2007, fyrir 7 árum þá aðeins 17 ára! Kraft Nabisco risamótið fer einmitt fram þessa daganna. Um myndina segir Pressel að hún sé tekin af 1. golfsveiflu sinni! Býsna góð sveifla það …. enda Pressel ein af þeim bestu í golfinu í dag. Það borgar sig að byrja ungur í golfi! Hér er myndin af Pressel í fullri stærð:










