Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 19:00

PGA: Bradley, Holmes & Kuchar efstir e. 1. dag Houston Open

Það eru þeir Keegan Bradley, JB Holmes og Matt Kuchar, sem leiða eftir 1. dag móts vikunnar á PGA Tour, Shell Houston Open.

Allir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum í Golf Club of Houston í Humble, Texas, þar sem mótið fer fram.

Fjórða sætinu aðeins 1 höggi á eftir deila 4 kylfingar: Michael Thompson, Camillo Villegas, Stewart Cink og Ben Curtis.

Hvorki fleiri né færri en 11 kylfingar eru deila síðan 8. sætinu á 4 undir pari, 68 högum m.a þeir Phil Mickelson og Ernie Els.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: