Lórenz 50 ára í dag!!!
Stórgolfarinn Lórenz Þorgeirsson, kallaður Lolli af vinum sínum, er fæddur 3. apríl 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Lolli er í GR og GKG og með um 7 í forgjöf. Þar að auki er Lolli í Elítunni, klúbbi lágforgjafarkylfinga í GR. Lolli er kvæntur Þuríði Valdimarsdóttur, GKG. Afmæliskylfingurinn er nú staddur við golfleik í Van der Valk Golf Resort Inverness í Flórída, í góðra vina hópi. Golfelítan og Golf1 óska Lolla innilega til hamingju með hálfu öldina og vona að hann verði sprækur við golfleik a.m.k. næstu 50 árin til viðbótar!!!
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Josephine Janson (27/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 6 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 4.-6. sætinu þ.e. þær Nobuhle Dlamini, Josephine Janson og Viva Schlasberg en þær léku Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og er því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson F. 3. apríl 1997 (17 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012 (hefði átt 90 ára stórafmæli í dag!!!); Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004 (hefði átt 90 ára stórafmæli í dag!!!); Rod Funseth, f. Lesa meira
5 sem gætu sigrað á Masters í ár
Flestir veðbankar spá því að Rory McIlroy komi til með að blómstra á the Masters risamótinu og sigri nú í ár. Hér skal kastljósinu beint að 5 kylfingum sem standa utan þess þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara The Masters í ár – en gætu komið á óvart: 1. Fyrstan ber að nefna Jordan Spieth frá Texas. Hann er einn af kylfingum framtiðarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur og stuttan feril (en hann er bara búinn að vera á PGA Tour frá árinu 2012) er hann þegar búinn að landa sínum fyrsta sigri (á John Deere Classic 2013). Spieth hefir auk þess spilað í Forsetabikarnum og til alls Lesa meira
Schwartzel gerir samning við IMG
PGA og European Tour kylfingurinn Charl Schwartzel hefir skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni IMG. Með samningnum mun IMG nú framvegis vera í umboðshlutverki og vinna markaðsvinnuna fyrir hinn 29 ára Suður-Afríkubúa (Schwartzel) sem fyrir 3 árum varð aðeins 3. Suður-Afríkubúinn til þess að sigra á The Masters. „Mér finnst að IMG sé best staðsett til þess að sjá um viðskiptamál mín og vöxt þeirra bæði alþjóðlega og í Bandaríkjunum, á þessum mikilvæga tíma á ferli mínum,“ sagði Schwartzel m.a. „Ég hlakka til að nýta mér alþjóðleg tengsl þeirra og reynslu.“ Meðal kylfinga sem notfært hafa sér þjónustu IMG umboðsskrifstofunnar í gegnum tíðina eru Annika Sörenstam, Colin Montgomerie, Gary Player og Lesa meira
Evróputúrinn: NH Collection Open mót vikunnar – Myndskeið
Þessa vikuna er í fyrsta sinn á árinu sem Evróputúrinn er með mót í Evrópu. Nánar tilteið fer NH Collection Open fram á velli sem mörgum íslenskum kylfingnum er að góðu kunnur La Reserva de Sotogrande Club de Golf. Til þess að sjá kynningu Golf 1 á La Reserva SMELLIÐ HÉR: Þetta veldur því að allir spænsku kylfingarnir á túrnum eiga örlítið forskot á aðra keppendur en þeir eru óefað vel kunnugir vellinum á Costa del Sol, þangað sem margir íslenskir kylfingar eru auk þess nú eða á leiðinni til um páskanna í golf. Til þess að sjá smá kynningu á NH Collection, sem er eitt af 4 nýjum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk keppni í 8. sæti á Cliffs Intercollegiate
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og „The Falcons“ golflið Pfeiffer tóku þátt í The Cliffs Intercollegiate mótinu, sem fram fór 30. mars – 1. apríl 2014. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Stefanía Kristín hafnaði meðal topp-10 þ.e. í 8. sæti í einstaklingskeppninni og var á besta skori Pfeiffer á samtals 161 höggum (84 77), en golflið Pfeiffer hafnaði í 7. sætinu í liðakeppninni. Glæsilegt hjá Stefaníu Kristínu!!! Næsta mót Stefaníu Kristínar og félaga í „The Falcons“ verður n.k. mánudag þ.e. 7. apríl í Norður-Karólínu (Mt. Olive Invitational). Til þess að sjá lokastöðuna á The Cliffs Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Eiginkona Rod Pampling ástæða sigurs Bowditch á Valero Texas Open
Sigurvegari Valero Texas Open, Steven Bowditch hefir upplýst um hvað orðið hafi til þess að hann sigraði í fyrsta móti sínu á PGA Tour…. en það er eiginkona ástralsks félaga síns Rod Pampling. Þannig er mál með vexti að Steven Bowditch hefir glímt við þunglyndi, sem hefir gert honum erfitt fyrir á ferlinum. Hann sagði að fyrir mótið hefði hann farið til nýs íþróttasálfræðings og hún hefði haft þessi góðu áhrif á hann. Fréttamenn voru að vonum áfjáðir um að draga upp úr honum nafnið á þessum góða íþróttasálfræðingi, en eitthvað færðist Bowdich undan að gefa það upp. Leyndarmál hans var nefnilega Angela Pampling, eiginkona Rod Pampling, sem unnið hefir Lesa meira
10 ástæður fyrir að The Masters verður samt frábært án Tiger
Með harmafréttunum um að Tiger hafi gengist undir bakuppskurð og muni því missa af Masters í fyrsta sinn frá árinu 1994 þá fóru að heyrast ýmsar raddir áhangenda hans að mótið yrði ekki það sama án hans. Þó að mótið missi aðeins af aðdráttarafli sínu, þ.e. að sjá Tiger reyna að öngla sér í 15. risamótssigur sinn þá eru hér engu að síður 10 ástæður fyrir að Masters mótið verður eftir sem áður frábært: 1. Þetta er ófyrirsjáanlegasta Masters mótið hingað til – Jamm, hingað til alveg frá upphafi. Aðeins 2 af topp 10 á heimslistanum hafa sigrað á PGA Tour á þessu keppnistímabili. Phil Mickelson hefir ekki átt topp-10 Lesa meira
Phil með í Houston
Phil Mickelson hefir staðfest að hann muni taka þátt í Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour, og hefst á morgun. Hinn 43 ára Phil dró sig úr Valero Texas Open eftir að hafa náð niðurskurði vegna tognunar á kviðvöðva. Mickelson nýtti sér tækifærið og flaug til Augusta og segist geta sveiflað vel og verkurinn hafi minnkað úr sárum í eymsli. Phil sigraði á Houston Open árið 2011 og mun eftir það, að sögn, reyna að hala inn 4. risamóts Masters sigri sínum en hann hefir sigrað í mótinu 2004, 2006 og 2010. Sumir hafa í því sambandi bent á að það sé „slétt ár“ nú, þ.e. 2014, en Lesa meira










