Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 20:20

Paula Creamer hjá einkaþjálfara – Myndskeið

Allir alvöru kylfingar ættu að vera í líkamsrækt samhliða golfi!

Það eykur styrkinn, dregur úr þreytu og golftengdum meiðslum auk þess sem það bætir almenna vellíðan.

LPGA kylfingurinn Paula Creamer, líka kölluð „bleiki pardusinn“, vegna ástar sinnar á öllu bleiku, er í nokkuð óhefðbundinni líkamsrækt í Flórída, hjá meistara í blönduðum bardagalistum.

Meistarinn fer ekkert nema fögrum orðum um nemanda sinn, sem sjá má við æfingar hjá honum með því aðSMELLA HÉR: