Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2014 | 07:00

PGA: Haas og Hoffman efstir – Hápunktar 1. dags Shell Houston Open

Hér fer leiðrétt úrslitafrétt e. 1. dag Shell Houston Open, en ekki allir voru búnir að ljúka leik þegar fyrri úrslitafrétt Golf 1 birtist þar sem sagði að Bradley, Holmes og Kuchar væru efstir.

Þeir þrír voru það meirihluta gærdagsins (þ.e. efstir á skortöflunni) á 6 undir pari 66 höggum, en síðan bættust þeir Eric Compton og Jim Renner við  en þeir spiluðu líka á 6 undir pari.

Tveir kylfingar spiluðu þar að auki 1 höggi betur þ.e. á 7 undir pari, 65 höggum en það voru þeir Charley Hoffman og Bill Haas, sem réttilega eru efstir eftir 1. dag.

10 kylfingar deila síðan 8. sætinu á 4 undir pari 68 höggum  þ.á.m.  Phil Mickelson, Camilo Villegas, Sergio Garcia og Charl Schwartzel.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í heild með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá myndskeið með hápunktum 1. dags Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: