GK: Skuggi yngsti liðsmaður Keilis kominn á facebook
Þá má með sanni segja að allir séu komnir á Facebook og ekki sitja vallarstarfsmenn Keilis þar eftir. Þeir hafa sett upp skemmtilega síðu þar sem fylgjast má með hinum ýmsu hlutum sem koma á daginn hjá þeim við daglegt viðhald golfvallarins. Í nýjustu færslu sinni kynna þeir nýja meðlimi í starfsliðinu. Þeir sem vilja fylgjast með störfum vallarstarfsmanna GK á Faceinu SMELLIÐ HÉR:
Hér eftir kemur skemmtileg færsla hjá þeim á síðunni af nýjasta og yngsta vallarstarfsmanninum:
Jæja kominn tími á status! Með vorinu sem virðist hafa fundið okkur er best að kynna til leiks nýja starfsmenn Keilis!
Fyrir áramót tók til starfa Arnaldur Freyr Birgisson. Hann er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood í Skotlandi, hefur góða reynslu af starfinu, er mikill og góður liðsmaður. Hann hefur strax sannað sig sem sterk viðbót í starfsliðið!
Í febrúar tók til starfa Birgir Gunnlaugson sem yfirmaður vélaflota Keilis. Birgir er úr Hafnarfirði og smellpassar í starfið. Hann er vélvirki að mennt og hlakkar okkur mikið til að sjá Bigga takast á við starfið með hækkandi sól!
Og síðast en ekki síst skal kynna yngsta liðsmann Keilis, Skugga.
Skuggi er 6 mánaða labrador/íslenskur hundur sem er ALLTAF jafn spenntur fyrir vinnudeginum. Hann er ljúfur og góður og elskar öll farartæki, hvort sem það er golfbíll eða beltagrafa…“
En Skuggi er þar með ekki aðeins kominn á facebook, með þessari grein er hann kominn í golffréttirnar! 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024