Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 09:45

LPGA: Lexi og SeRi Pak leiða í hálfleik á Kraft Nabisco

Kraft Nabisco risamótið, 1. risamót ársins hjá konunum hófst nú á fimmtudaginn í Mission Hills CC, í Racho Mirage, Kaliforníu.

Eftir 1. dag var það hin kínverska Shanshan Feng sem leiddi en nú í hálfleik hafa hin bandaríska Lexi Thompson og Se Ri Pak frá Suður-Kóreu tekið forystuna.

Lexi og SeRi eru báðar búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum; Lexi (73 64) og SeRi (67 70).

Ein í 3. sæti er Michelle Wie, aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari. Henni virðist farið að ganga betur í mótum og slæma árið sem hún átti í fyrra að baki.  Samt hefir Wie ekki enn náð að sigra. Kannski það breytist nú?

Nokkrar góðar náðu ekki niðurskurði þ.á.m. Lee-Ann Pace frá Suður-Afríku, Natalie Gulbis og Lizette Salas, sem oftast hefir verið í efstu sætum frá því hún komst á LPGA.

Til þsss að sjá stöðuna eftir 1. dag Kraft Nabisco SMELLIÐ HÉR: