Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 8. sæti á Mason Rudolph Championship e. 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ eru við keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fer fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee. Mótið fer fram dagana 4.- 6. apríl 2014 og eru þátttakendur 78 frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 8 yfir pari, 150 höggum (75 75). Guðmundur Ágúst er í 42. sæti í einstaklingskeppnini og einvörðungu á 4. besta skori ETSU.  Golflið ETSU er samt enn í 8. sætinu í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Mason Rudolph Championship  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 2. sæti e. 2. dag Seahawk Classic

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon eru við keppni á UNCW Seahawk Classic mótinu, sem fram fer í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu. Mótið fer fram 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur eru 50 frá 9 háskólum. Lokahringurinn verður leikinn í kvöld. Sunna lék 1. hringinn á 3 undir pari, 69 höggum og var í efsta sæti eftir 1. daginn. Hún náði því miður ekki að fylgja þeim glæsihring eftir heldur spilaði 2. hringinn á vonbrigða skori upp á 77 högg, en er engu að síður enn í 2. sæti mótsins, nú ásamt liðsfélaga sínum Kelsey Badmaev. Báðar eru þær á samtals 2 yfir pari, hvor og eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 03:00

PGA: Kuchar með 4 högga forystu fyrir lokahring Shell Houston Open

Það er bandaríski kylfingurinn, Matt Kuchar  sem leiðir eftir 3. hring Shell Houston Open. Kuchar er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 201 höggi (66 67 68). Fjórum höggum á eftir Kuchar á samtals 8 undir pari, 205 höggum eru þeir Cameron Tringale og Sergio Garcia. Í 4. sætinu er Matt Jones og 5. sætinu deila þeir Rickie Fowler og Ben Curtis. Til þess að sjá stöðuna á Shell Houston Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 02:30

LPGA: Lexi og Michelle Wie leiða fyrir lokahring Kraft Nabisco Championship

Það eru þær stöllur Lexi Thompson og Michelle Wie, sem leiða fyrir lokahringinn á Kraft Nabisco Championship. Hvorugri þeirra hefir tekist að sigra á risamóti á ferlinum. Pressan er meiri á hina 24 ára  Wie að klára dæmið og rísa loks undir öllum væntingunum, sem gerðar hafa verið til hennar í um áratugaskeið.  Lexi er nýorðin 19 ára og keppnist við að ná fyrsta risatitilinum fyrir 20 ára aldurinn. Lexi hefir á sínum stutta LPGA ferli sigrað 3 sinnum, meðan Wie sem átt hefir öllu lengri feril hefir sigrað 2 sinnum.  Wie hefir hins vegar oftar verið nær því að sigra á risamóti, og besti árangur hennar á risamótunum 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 22:00

GS: Arnar Freyr og Steinar Snær sigruðu í 50 ára afmælismóti GS – Myndasería

Það voru 143 þátttakendur, sem luku keppni  í 50 ára afmælismóti GS, þar af 7 konur í besta „Leirulogni“ Fyrsti ráshópur fór út kl. 7:30 og voru menn ræstir út af Heimi Hjartarsyni. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR:  Verðlaun voru veitt fyrir besta skor og 1.-3. sæti punktakeppni. Á besta skorinu var Arnar Freyr Jónsson, GR. 74 höggum í efsta sæti í punktakeppni án forgjafar varð Steinar Snær Sævarsson, GR á 40 punktum.  Í 2.-3.  sæti voru síðan „heimamennirnir“ Lárus Ragnar Ólafsson og Gunnlaugur Kárason, báðir í GS. Á besta skorinu af kvenkylfingunum 7 var hin 10 ára Kinga Korpak, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976 og er því 38 ára í dag. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 38 ára í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg);   Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi,  27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 20:30

GKJ: Alfreð Brynjar og Skúli Guðmunds sigruðu á 2. Vormóti GKJ

Annað Vormót GKJ fór fram í dag í ágætu vorveðri með nokkrum vindi á tímabili og rigningin var óveruleg. Vallaraðstæður voru ágætar og flatir í góðu ásigkomulagi.  Enn og aftur var uppselt í vormót hjá GKJ en það voru 156 tóku þátt.  Helstu úrslit og verðlaunahafar urðu þessir:   Höggleikur: 1. Alfreð Brynjar Kristinsson , GKG  72 högg 2. Pétur Freyr Pétursson, GR  75 högg 3. Grímur Þórisson, GR   77 högg   Punktakeppni m/forgjöf 1. Skúli Guðmundsson, GKJ   38 punkta 2. Björgólfur Guðbjörnsson, GKJ  37 punkta 3. Haukur Hafsteinsson, GKJ, 35 punkta Þess má geta að tveir aðilar, þeir Gunnar Snær Gunnarsson og Ólafur Víðir Ólafsson sem náðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 20:00

GG: Helgi Dan sigraði á blautu Skálamóti!

Fyrsta mót ársins, Skálamót 1,  fór fram hjá Golfklúbbi Grindavíkur og ekki var veðrið að gera keppendum  greiða í dag. Það var bæði vindur og súld,  sem síðan breyttist í íslenskt rok og rigningu. En kylfingar létu það ekki aftra sér og mættu með góða skapið og þakkar GG þeim sem komu kærlega fyrir komuna. ÚRSLIT Í MÓTINU ER EFTIRFARANDI: 1.sæti höggleikur Helgi Dan Steinsson GG 80 högg. 1. sæti punktakeppni Eðvarð Júlíusson GG 36 punktar 2. sæti punktakeppni Guðmundur Andri Bjarnason GG 32 punktar 3. sæti punktakeppni Halldór Ingi Lúðvíksson GKG 32 punktar Nándarverðlaun voru veitt á 2. og 18. braut Nánd á annari braut Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 1. sæti e. 1. dag Seahawk Classic!!!!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon eru við keppni á UNCW Seahawk Classic mótinu, sem fram fer í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu. Mótið fer fram 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur eru 50 frá 9 háskólum. Sunna lék 1. hringinn á 3 undir pari, 69 höggum og er í efsta sæti eftir 1. dag. Á hringnum fékk Sunna 5 fugla og 2 skolla!!! Sunna er jafnframt á besta skori golfliðs Elon, sem er í 1. sæti í liðakeppninni.  Stórglæsilegt hjá Sunnu og Elon!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 18:15

50 ára afmælismótaröð GS nr. 1 – 5. apríl 2014