Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 18:00

Evróputúrinn: Nixon efstur e. 3. dag NH Collection Open

Það er Matthew Nixon, sem leiðir eftir 3. hring NH Collecton Open, sem fram fer á La Reserva í Cadiz.

Nixon hefir leikið á samtals 8 undir pari, 208 höggum (72 71 65). Hringurinn í dag var sérlega glæsilegur en Nixon lék á 7 undir pari, fékk 9 fugla og 2 skolla.

„Ég naut þess virkilega, sólin skein og ég var að spila vel….. ég man ekki mikið eftir hringnum nema að ég var að setja þá nálægt og setti síðan púttin niður,“ sagði Nixon.  „Ef ég gæti endurtekið leikinn á morgun myndi það koma sér vel.“

Í 2. sæti er Marco Crespi á samtals 7 undir pari og í 3. sæti er Felipe Aguilar enn einu höggi á eftir.  Í 4. sæti er síðan Ricardo Santos á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag NH Collection Open SMELLIÐ HÉR: