Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja keppni á Old Waverly í dag

Axel Bóasson, GK og félagar í Mississippi State og sigurvegarinn frá því í Memphis Intercollegiate Haraldur Franklín Magnús, GR, og félagar í  „The Raging Cajuns“ taka þátt í Old Waverly Collegiate meistaramótinu, á West Point, Mississippi, sem stendur dagana 7.-8. apríl 2014. Þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Axel fer út af 3. teig en Haraldur Franklín af 9. teig – báðir kl. 8:30 að staðartíma (kl. 13:30 að íslenskum tíma), en um shotgun start er að ræða þar sem allir eru ræstir út á sama tíma. Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldar Franklíns SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Alexis Thompson?

Alexis „Lexi” Thompson sigraði í gær, 6. apríl 2014,  á 1. risamóti sínu, Kraft Nabisco Open. Þar með eru sigrar hennar á LPGA orðnir 4. Árið 2011 nánar tiltekið 30. september 2011  fékk Lexi aldursundanþágu til þess að mega spila á LPGA. Lexi var þá aðeins 16 ára og sú yngsta þá sem unnið hafði á þeim tíma mót á LPGA þ.e. Navistar Classic, sem fram fór í Alabama. Þá var Lexi 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul.  Aldursmet Lexi var síðar slegið af Lydiu Ko í Canadian Open. Í dag er Lexi 19 ára. En hver er þessi glæsilegi 19 ára kylfingur Lexi Thompson? Lexi fæddist 10. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 04:00

Golfsvipmynd dagsins

Golfsvipmynd dagsins er af Lexi Thompson, sem sigraði í Kraft Nabisco Championship 1. risamóti kvennagolfsins. Hefð er fyrir því að sigurvegarar taki sigurdýfu í Poppies Pond, þ.e. tjörn við 18. flöt golfvallar Mission Hills CC, í Rancho Mirage, Kaliforníu. Sigurvegarar Kraft Nabisco risamótsins hafa stungið sér í Poppies Pond frá því 1988. Tjörnin heitir eiginlega Champions Lake en nafnið „Poppies Pond“ hefir festst við hana til að heiðra mótsstjórnanda Kraft Nabisco 1994-2008, Terry Wilcox, en barnabörn Wilcox kölluðu hann alltaf „Poppie“ Lexi er því 26. sigurvegarinn í Kraft Nabisco sem stekkur í Poppie´s Pond..

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 01:00

LPGA: Lexi sigraði á 1. risamóti sínu!

Það var Alexis (alltaf kölluð Lexi) Thompson sem stökk út í Poppie´s Pond eftir sigur á Kraft Nabisco Championship, fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu í ár, en mótinu lauk nú rétt í þessu. Hefð er fyrir því að sigurvegarar stökkvi út í tjörnina að sigri loknum! Þetta er 4. sigur Lexi á LPGA og sá fyrsti sem hún vinnur í risamóti. Lexi var mjög örugg á lokahringnum, tók forystu snemma, sem hún lét aldrei af hendi. Hún lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (73 64 69 68). Lexi hóf þannig baráttuna um risamótsmedalínuna með látum með því að fá fugl á 1. holu lokahringsins og bætti síðan við fuglum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 00:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni langt frá sínu besta á Mason Rudolph Championship

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ luku í gær keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fór fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee, dagana 4.-6. apríl 2014. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (75 75 79) og lauk keppni i 55. sæti í einstaklingskeppninni. Guðmundur Ágúst var á 5. og lakasta skori ETSU og taldi það ekki í 6. sætis árangri ETSU í liðakeppninni.  Má segja að hann hafi verið nokkuð langt frá sínu besta. Næsta mót ETSU er Atlantic Sun Championship í Braselton, Georgíu. Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon sigruðu á Seahawk Classic!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon luku leik nú fyrr í kvöld á UNCW Seahawk Classic mótinu, en það fór fram í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu. Mótið stóð 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur voru 50 frá 9 háskólum. Sunna lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (69 77 77) og hafnaði í 3. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna var á 2. besta skori golfliðs Elon, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni.  Stórglæsilegt hjá Sunnu og Elon!!! Næsta mót Sunnu og golfliðs Elon er Southern Conference Championship, sem fram fer 13. apríl n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 20:21

PGA: Matt Jones sigurvegari Shell Houston Open

Það var Matt Jones sem stóð uppi sem sigurvegari Shell Houston Open nú rétt í þessu. Þegar spili á hefðbundum 72 holum var lokið voru þeir Matt Kuchar og Matt Jones jafnir á samtals 15 undir pari, 273 höggum; Kuchar (66 67 68 72) og Jones (68 68 71 66). Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Matt Jones betur þegar á 1. holu bráðabanans, par-4 18 . holunni , þegar hann fékk fugl. Til þess að sjá kynningu Golf 1 á Matt Jones SMELLIÐ HÉR:  Tveimur höggum á eftir nöfnunum varð Sergio Garcia í 3. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Shell Houston Open SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Crespi sigraði á NH Collection Open

Það var Ítalinn Marco Crespi, sem vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni þegar hann bar sigur úr býtum á NH Collection Open, sem fram hefir farið á La Reserva í Cadíz á Spáni. Crespi lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 73 66 69).  Fyrir sigurinn hlaut Crespi € 100.000,- (u.þ.b. 16 milljónir íslenskra króna) Crespi átti 2 högg á þá Richie Ramsay og Jordi Garcia Pinto, sem urðu í 2. sæti. Fjórða sætinu deildu síðan forystumaður gærdagsins Matthew Nixon frá Englandi og Felipe Aguilar frá Chile; báðir á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á NH Collection Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dóra Henriksdóttir – 6. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Dóra Henriksdóttir. Dóra fæddist 6. apríl 1966 í Póllandi. Hún er í GVG þ.e. Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska til hamingju með afmælið hér að neðan Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (48 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (51 árs);  Robert Rock, 6. apríl 1977 (37 ára); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (29 ára), Victor Riu, 6. apríl 1985 (28 ára)…. og …. Bogi Agustsson F. 6. apríl 1952 (62 ára) Árni Björn Guðjónsson F. 6. apríl 1949 (65 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 09:55

GSG: Nýr áburðardreifari tekinn í notkun

Golfklúbbur Sandgerðis hefir verið að endurnýja tækjakost sinn, til viðhalds á brautum og flötum Kirkjubólsvallar. Þannig hefir verið tekinn í gagnið nýr og fullkominn áburðardreifari (s.s. sjá má á mynd). Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG vígði nýja áburðardreifarann í síðustu viku og má nú búast við að Kirkjubólsvöllur verði á komandi sumri jafnvel enn betri en hann hefir verið. Þess mætti geta að Kirkjubólsvöllur er opinn í dag, hitastig er 8-10°, vindur um 8 m/sek eftir hádegi og lægir með deginum, en það er þó von á skúrum. Unnið hefir verið hörðum höndum að því að koma Kirkjubólsvelli í sumarbúning.  Þökk sé þeim  Óskar Marinó og Jóhannes Snorra (sjá mynd hér að Lesa meira