Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja keppni á Old Waverly í dag

Axel Bóasson, GK og félagar í Mississippi State og sigurvegarinn frá því í Memphis Intercollegiate Haraldur Franklín Magnús, GR, og félagar í  „The Raging Cajuns“ taka þátt í Old Waverly Collegiate meistaramótinu, á West Point, Mississippi, sem stendur dagana 7.-8. apríl 2014.

Þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum.

Axel fer út af 3. teig en Haraldur Franklín af 9. teig – báðir kl. 8:30 að staðartíma (kl. 13:30 að íslenskum tíma), en um shotgun start er að ræða þar sem allir eru ræstir út á sama tíma.

Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldar Franklíns SMELLIÐ HÉR: