Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon sigruðu á Seahawk Classic!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon luku leik nú fyrr í kvöld á UNCW Seahawk Classic mótinu, en það fór fram í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu.

Mótið stóð 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur voru 50 frá 9 háskólum.

Sunna lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (69 77 77) og hafnaði í 3. sæti í einstaklingskeppninni.

Sunna var á 2. besta skori golfliðs Elon, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni.  Stórglæsilegt hjá Sunnu og Elon!!!

Næsta mót Sunnu og golfliðs Elon er Southern Conference Championship, sem fram fer 13. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR: