Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 12:22

Afmæliskyfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2014

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og á því stórafmæli í dag!!! Margrét  er félagi í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð  Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 11:59

GKG: Sólon fór holu í höggi!

Sólon Baldvin Baldvinsson, 14 ára kylfingur í keppnishópi GKG, fór holu í höggi fyrir nokkrum dögum í æfingaferð GKG á Spáni. Sólon náði draumahögginu á 1. holu æfingavallar Hacienda del Alamo, og notaði Sólon 7-járn af 150 metra færi. “Ég hitti boltann mjög vel og hann leit vel út allan tímann. Boltinn lenti um fet fyrir aftan pinnann og spann til baka ofan í holu!” Mörg glæsileg högg hafa verið slegin í ferðinni. Birgir Leifur náði albatross eins s.s. Golf1.is hefir greint frá – sjá frétt með því að SMELLA HÉR: Særós Eva Óskarsdóttir náði erni á Condato del Alhama vellinum á par 4 holu með því að “basketa” annað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 11:30

Pöddur á Mastersmatseðli Adam Scott?

Hefð er fyrir því að sigurvegari síðasta árs á Masters risamótinu bjóði samkeppendum sínum árið eftir í sérstakan Masters Dinner, þar sem oftar en ekki er eitthvað sérstakt gómsæti frá heimalöndum viðkomandi á matseðlinum. Áherslan er því á Ástralíu þetta árið, því sigurvegari síðasta árs er eins og allir muna eftir Ástralinn Adam Scott.  Menn voru mikið að spá í hvað þeir fengju nú í matinn hjá Scott, kannski kengúrukjöt eða krókódíla? Mörgum brá  í brún að sjá að á matseðli Adam Scott væru „bugs“ eða pöddur nánar tiltekið ‘Moreton Bay Bugs’, sem Scott lét fljúga sérstaklega inn til Augusta í tilefni af Masters Dinnernum, sem einmitt fer fram í kvöld. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 11. sæti og Axel í 14. sæti e. 1. dag á Old Waverly

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í Old Waverly Collegiate meistaramótinu á West Point í Mississippi. Þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum og er í 11. sæti í einstaklingskeppninni.  Lið Haralds, „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette er í 9. sæti í liðakeppninni og Haraldur Franklín á besta skori liðsins. Ekki tókst að ljúka 2. hring í gær og á Haraldur Franklín eftir 2 óspilaðar holur og er á 2 yfir pari eftir 16 holur og því samtals á 1 undir pari sem stendur. Axel lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 18:15

Paulina og 9 gæjar

Allt er nú til! Hér er e.t.v. komið að mörkum hversu golfleg frétt þetta er – en e.t.v. að einhverjir hafi gaman af henni. Þannig er mál með vexti að Paulina Gretzky , kærasta nr. 11 á heimslistanum, birtist á forsíðu Golf Digest og er fremur golflega að sjá.  Myndin hefir verið umdeild meðal kvenkylfinga á bestu mótaröð kvennagolfsins, LPGA,  vegna þess að hún þykir gefa ranga mynd af kvenatvinnukylfingum í golfi. Beinist gagnrýnin m.a. að því að Gretzky, sem er ekkert sérstakur kylfingur, sé aðeins þar vegna þess að hún er kæarsta DJ og lítur þrumuvel út.  Bent er á að Gretzky sé aðeins 11. kvenmaðurinn á forsíðu blaðsins og t.a.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 18:00

Ítalir syrgja Maríu Píu

Ítalski golfheimurinn og golffréttaritarar um allan heim syrgja fráfall Mariu Píu Gennaro. María Pia vann stöðugt að framgangi ítalsks golfs og var ritstjóri fjölmargra golftímarita m.a. Golf Today. Hún sá Franceso og Edorado Molinari hafna til vegs og virðingar sem og Marco Crespi (sem sigraði nú um helgina á NH Collection Open á Evrópumótaröðinni, Silvo Grapassoni, Alessandro Tardini, Massimo Scarpa og yngri kynslóð yngri kylfinga s.s.Matteo Manassero. Reyndar skrifa Francesco Molinari, Grapassoni og Manassero í tímarit, sem María Pía ritstýrði og Francesco Molinari skrifaði m.a. eftirfarandi til minningar um Maríu Píu á Twitter: „Triste risveglio qui ad Augusta per la notizia della scomparsa di Maria Pia, capace di raccontare il golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Jóhann ——- 7. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Einar Jóhann Herbertsson.  Einar Jóhann er fæddur 7. apríl 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Einar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Sambýliskona Einars Jóhanns er Freyja Benediktsdóttir. Komast má á facebook síðu Einars Jóhanns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Einar Jóhann Herbertsson F. 7. apríl 1954 (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Donna White, 7. apríl 1954 (60 ára stórafmæli!!!);  Gail Lee Hirata, 7. apríl 1956 (58 ára); Helen Wadsworth, 7. apríl 1964 (50 ára stórafmæli!!!);  Joe Durant, 7. apríl 1964 (50 ára stórafmæli!!!);  Suzann Pettersen, 7. apríl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Sigurður hefja keppni í Alabama og Stefanía Kristín og Íris Katla keppa í Norður-Karólínu

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og félagar í Faulkner hefja í dag keppni  í Martin Methodist Canebrake Golf Club í Athens, Alabama. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA hefur einnig keppni í dag á Mount Olive Invitational í Goldsboro, Norður-Karólínu. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR hefur síðan loks keppni á Belmont Abbey College Invitational í Charlotte, Norður-Karólínu Mótin eru öll 2 daga frá 7.-8. apríl 2014. Ekki finnast tenglar inn á ofangreind mót en Golf 1 verður með úrslit þegar þau liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls hefja í dag keppni á ASU Red Wolf Intercollegiate

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State hefja í dag keppni á ASU Red Wolf Intercollegiate mótinu, en mótið fer fram í RidgePointe CC í Jonesboro, Arkansas, dagana 7.-8. apríl Þetta er risamót; keppendur eru 112 frá 21 háskóla. Andri Þór á fer út af 10. teig og á rástíma kl. 13:00 (þ.e. kl. 18:00 að íslenskum tíma). Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs á ASU Red Wolf Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már hefur keppni í Jim West mótinu í dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese háskólanum hefja í dag keppni á Jim West Intercollegiate mótinu, í McKinney, Texas. Mótið fer fram 7.-8. apríl 2014  á hinum 7,438 yarda (6801 metra)  par-72, TPC Craig Ranch golfvelli (TPC er skammstöfun fyrir Tournament Players Club og slíkir vellir er í eigu PGA Tour, sterkustu mótaröð heims og geta PGA Tour mót farið fram á slíkum völlum). Þátttakendur eru 80 frá 15 háskólum. Ragnar Már fer út af 12. teig kl. 13:30 að staðartíma  (kl. 18:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese á Jim West Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: