Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 19:00

Evróputúrinn: Crespi sigraði á NH Collection Open

Það var Ítalinn Marco Crespi, sem vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni þegar hann bar sigur úr býtum á NH Collection Open, sem fram hefir farið á La Reserva í Cadíz á Spáni.

Crespi lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 73 66 69).  Fyrir sigurinn hlaut Crespi € 100.000,- (u.þ.b. 16 milljónir íslenskra króna)

Crespi átti 2 högg á þá Richie Ramsay og Jordi Garcia Pinto, sem urðu í 2. sæti.

Fjórða sætinu deildu síðan forystumaður gærdagsins Matthew Nixon frá Englandi og Felipe Aguilar frá Chile; báðir á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á NH Collection Open SMELLIÐ HÉR: