Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 04:00

Golfsvipmynd dagsins

Golfsvipmynd dagsins er af Lexi Thompson, sem sigraði í Kraft Nabisco Championship 1. risamóti kvennagolfsins.

Hefð er fyrir því að sigurvegarar taki sigurdýfu í Poppies Pond, þ.e. tjörn við 18. flöt golfvallar Mission Hills CC, í Rancho Mirage, Kaliforníu.

Sigurvegarar Kraft Nabisco risamótsins hafa stungið sér í Poppies Pond frá því 1988.

Terry Wilcox

Terry Wilcox

Tjörnin heitir eiginlega Champions Lake en nafnið „Poppies Pond“ hefir festst við hana til að heiðra mótsstjórnanda Kraft Nabisco 1994-2008, Terry Wilcox, en barnabörn Wilcox kölluðu hann alltaf „Poppie“

Lexi er því 26. sigurvegarinn í Kraft Nabisco sem stekkur í Poppie´s Pond..