Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 09:55

GSG: Nýr áburðardreifari tekinn í notkun

Golfklúbbur Sandgerðis hefir verið að endurnýja tækjakost sinn, til viðhalds á brautum og flötum Kirkjubólsvallar.

Þannig hefir verið tekinn í gagnið nýr og fullkominn áburðardreifari (s.s. sjá má á mynd).

Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG vígði nýja áburðardreifarann í síðustu viku og má nú búast við að Kirkjubólsvöllur verði á komandi sumri jafnvel enn betri en hann hefir verið.

Þess mætti geta að Kirkjubólsvöllur er opinn í dag, hitastig er 8-10°, vindur um 8 m/sek eftir hádegi og lægir með deginum, en það er þó von á skúrum.

Unnið hefir verið hörðum höndum að því að koma Kirkjubólsvelli í sumarbúning.  Þökk sé þeim  Óskar Marinó og Jóhannes Snorra (sjá mynd hér að neðan) þá var unnið fram á myrkur að þrífa teiga og hreinsa rusl úr ruslatunnum , gera við kúluför á flötum og raka allar glompur vallarins.

Óskar Marinó og Jóhannes Snorri

Óskar Marinó og Jóhannes Snorri