
GSG: Nýr áburðardreifari tekinn í notkun
Golfklúbbur Sandgerðis hefir verið að endurnýja tækjakost sinn, til viðhalds á brautum og flötum Kirkjubólsvallar.
Þannig hefir verið tekinn í gagnið nýr og fullkominn áburðardreifari (s.s. sjá má á mynd).
Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG vígði nýja áburðardreifarann í síðustu viku og má nú búast við að Kirkjubólsvöllur verði á komandi sumri jafnvel enn betri en hann hefir verið.
Þess mætti geta að Kirkjubólsvöllur er opinn í dag, hitastig er 8-10°, vindur um 8 m/sek eftir hádegi og lægir með deginum, en það er þó von á skúrum.
Unnið hefir verið hörðum höndum að því að koma Kirkjubólsvelli í sumarbúning. Þökk sé þeim Óskar Marinó og Jóhannes Snorra (sjá mynd hér að neðan) þá var unnið fram á myrkur að þrífa teiga og hreinsa rusl úr ruslatunnum , gera við kúluför á flötum og raka allar glompur vallarins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024