Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Einarsdóttir – 9. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Einarsdóttir. Hún er fædd 9. apríl 1999 og á því 15 ára afmæli í dag. Ólöf María er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD) og er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik 14 ára og yngri stelpna. Hún vakti einnig athygli í fyrra, 2013,  fyrir að fara tvívegis holu í höggi með nokkurra vikna millibili – afrekaði sem sagt það sem sumir ná ekki á allri golfævi sinni!!!! Glæsilegur kylfingur hún Ólöf María!!! Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ólöfu Maríu með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 15:00

GKG: Ágúst fékk ás!

Ágúst Arnbjörnsson, flugstjóri og meðlimur í GKG, fór holu í höggi á 5. braut á Hacienda del Alamo. Ágúst er faðir Elísabetar, 16 ára, og var í foreldrahópi keppniskylfinga GKG, sem staddir voru þar í æfingaferð síðastliðna viku. Ágúst náði draumahögginu í fyrsta sinn á 5. brautinni, sem er 179 metra löng, og notaði hann hybrid nr. 3 til verksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ágúst fer holu í höggi. “Ég smellhitti boltann og hann leit vel út í loftinu, en við sáum þó ekki hvar hann endaði. Þegar við komum að flötinni sást enginn bolti og við leituðum alls staðar í kring. Þegar ég var svo gott sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 14:00

EPD: Þórður Rafn á 5 yfir pari e. 1. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnumaður úr GR, tekur þátt í Open Madaef  mótinu en leikið er á golfvelli,  EL Jadida Royal Golf & Spa (El Jadida, Marokko), hönnuðum af Cabell B. Robinson. Þátttakendur í mótinu eru 120. Þórður Rafn lék á 5 yfir pari, 77 höggum fyrsta dag mótsins.  Hann er í 55. sæti, sem stendur. Í efsta sæti eftir 1. dag eru Hollendingarnir Floris de Vries og Fernand Osther, sem báðir léku á 2 undir pari, 7 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Open Madaef mótinu en 2. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 07:40

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni á besta skori „The Royals“

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, „The Royals“ tóku þátt í Belmont Abbey College Invitational í Belmont, Norður-Karólínu. Leikið var á golfvelli Pine Island CC og voru þátttakendur 55 frá 10 háskólum. Mótið stóð dagana 7.-8. apríl 2014 og lauk því í gær. Reyndar var fyrsti dagur afboðaður vegna veðurs og aðeins skor 3 hrings látið standa. Íris Katla var á besta skori „The Royals“ 79 höggum, en hún hafnaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni, en „The Royals“ urðu í 8. sæti í liðakeppninni af 10 liðum, sem þátt tóku. Næsta mót „The Royals“ er  SAC Tournament, sem hefst 13. apríl n.k. í Sevierville, Tennessee. Sjá má umfjöllun á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 07:20

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State höfnuðu í 8. sæti á ASU mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State tóku þátt í ASU Red Wolf Intercollegiate mótinu, en mótið fór fram í RidgePointe CC í Jonesboro, Arkansas, dagana 7.-8. apríl og lauk því í gær. Þetta var risamót; keppendur  voru 112 frá 21 háskóla. Andri Þór lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (73 81 75) og hafnaði í 43. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skori Nicholls State sem var í 8. sæti í liðakeppninni, sem er ágætis árangur. Næsta mót Andra Þór og Nicholls State er 2014 Southland Conference Championship 21. apríl n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Red Wolf Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk keppni í 13. sæti á Old Waverly

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK tóku þátt í Old Waverly Collegiate meistaramótinu á West Point í Mississippi. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (69 74 73) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni.  Hann var jafnframt á besta skori golfliðs Louisiana Lafayette, sem varð í 12. sæti í liðakeppninni. Axel átti fremur slakan endasprett eftir gott gengi á sérstaklega 2. hring mótsins.  Hann lék samtals á 7 yfir pari, 223 höggum (74 70 79) og hafnaði í 55. sæti mótsins.  Lið Axels Mississippi State varð í 1. sæti í liðakeppninni, en skor Axels taldi ekki þar sem hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 20:45

Viðtalið: Guðríður Vilbertsdóttir – GS

Viðtalið í kvöld er við kylfing, sem tók þátt í 1. móti afmælismótaraðar GS s.l. helgi og stóð sig vel. Fullt nafn: Guðríður Vilbertsdóttir. Klúbbur:   GS. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég er fædd að Minni-Ólafsvöllum Skeiðahrepp, 1. september 1954. Hvar ertu alin upp?   Hér og hvar um landið til 16 ára aldurs en þá flutti ég í Sandgerði, þar sem ég bjó í 2 ár en upp frá því hef ég búið í Reykjanesbæ. Í hvaða starfi ertu? Ég er umsjónarmaður í Njarðvíkurskóla. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Það er bara ég núna. Hér áður fyrr lék barnabarnið mitt, Gabríel, golf, en hann hefur meiri áhuga á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 16:00

The Masters 2014: Caroline verður kylfuberi Rory

Kylusveinn Rory McIlroy fær frí á morgun á par-3 móti The Masters risamótsins…. að því gefnu að það rigni ekki. Verðandi eiginkona Rory, Caroline Wozniacki, mun nefnilega verða á pokanum hjá honum eins og á síðasta ári. Rory staðfesti það á Shell Houston Open og sagði m.a. „hún hefir bara áhyggjur af því að það rigni. Ef rignir, mun hún ekki vera kaddý.“ Wozniacki  var í hvíta kylfusveinsbúningi The Masters á síðasta ári og tók sig bara vel út í ómyndinni. „Ég myndi segja að (kylfusveinn Rory) J.P (Fitzgerald) ætti að hafa áhyggjur,“ grínaðist Wozniaci við fréttamenn á síðasta ári. „Málið er bara að Rory hefir ekki efni á mér!“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 14:03

Fyndið líkamsræktarvídeó!

Margir kylfingar streyma nú inn í hina ýmsu líkamsræktarsali til þess að koma sér í form fyrir völlinn í sumar. Þá er nú eins gott að fara varlega hafi maður ekki æft lengi. Hér er myndskeið um einn sem var að æfa sig í tækjunum SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 12:30

The Masters 2014: Champions Dinner matseðlar undanfarinna ára

Í kvöld fer fram  Champions Dinner, sem komin er 60 ára hefð fyrir. Sú veislumáltíð hefir verið haldin allt frá árinu 1952 og var það Ben Hogan sem hóf þessa skemmtilegu venju. Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“  „The Champions Dinner“ fer einmitt fram nú í kvöld og verður Adam Scott frá Ástralíu, sigurvegari The Masters 2013, formlega boðin innganga í klúbbinn. Sigurvegari síðasta árs fær að Lesa meira