Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 07:40

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni á besta skori „The Royals“

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, „The Royals“ tóku þátt í Belmont Abbey College Invitational í Belmont, Norður-Karólínu.

Leikið var á golfvelli Pine Island CC og voru þátttakendur 55 frá 10 háskólum.

Mótið stóð dagana 7.-8. apríl 2014 og lauk því í gær. Reyndar var fyrsti dagur afboðaður vegna veðurs og aðeins skor 3 hrings látið standa.

Íris Katla var á besta skori „The Royals“ 79 höggum, en hún hafnaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni, en „The Royals“ urðu í 8. sæti í liðakeppninni af 10 liðum, sem þátt tóku.

Næsta mót „The Royals“ er  SAC Tournament, sem hefst 13. apríl n.k. í Sevierville, Tennessee.

Sjá má umfjöllun á heimasíðu Queens um frammistöðu Írisar Kötlu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslit í Belmont Abbey College Invitational með því að SMELLA HÉR: