Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 11:00

The Masters 2014: 10 kylfingar sem er vert að fylgjast með á 1. degi

Nr. 8 á heimslistanum, Justin Rose segir í grein sem birtist í gær á Golf 1 að sér þyki 15 kylfingar sigurstranglegastir á The Masters 2014 þó alltaf geti einhver óvæntur sigrað á risamótum.  Þá skipti kunnáttan á Augusta National mestu og því þyki sér reynsluboltarnir sigurstranglegastir, hvað sem líður allri velgengni þeirra sem hátt eru skrifaðir. Sagt hefir verið að ekki sé hægt að sigra á risamóti á 1. degi – hins vegar sé hægt að tapa risamóti þegar á 1. degi og því eru skor eftir 1. dag risamóts sem The Masters alltaf athygliverð. Hér verður gefinn upp listi 10 kylfinga, sem hátt eru skrifaðir og taldir líklegir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 09:00

The Masters 2014: Upprifjun á brautum Augusta National

The Masters risamótið sem er það 78. nú í ár fer að venju fram í Augusta National Golf Club. Hér fer kynning/upprifjun á hverri holu á Augusta National vellinum: Klúbbhús Augusta National. 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18  metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í örlítinn „dogleg“ til hægri. 2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra – þau kostuðu Pádraig Harringt0n skor upp á 9, árið 2009. Það ætti að vera hægt að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 07:30

The Masters 2014: Caroline kaddý með bleikt hár! Myndasería

Augusta National er staður hefða og íhaldsemi og þess vegna a.m.k. að hluta elskum við þetta mót. Hins vegar gengur íhaldsemin í sumum þáttum of langt – smámunasemin mikil allt frá nákvæmum staðarreglum m.a. um farsíma og hvernig kylfusveinar eigi að klæðast í mótinu. Engar reglur eru þó um það hvaða háralit kylfuberar skuli vera með og því gaf stríðniskjóinn Caroline Wozniacki, kærasta Rory allri íhaldseminni langt nef og mætti með bleikt hár til leiks í par-3 holu keppni Masters mótsins, sem væntanlega hefir farið í þær allrafínustu á þeim allraíhaldsömustu. Halda sumir því fram að hér hafi hún verið að mótmæla skertri félagsaðild kvenna í Augusta National en einungis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 07:00

The Masters 2014: Krúttlegustu þátttakendurnir í par-3 holu mótinu

Par-3 holu mótið, sem er undanfari The Masters hefir á undanförnum árum snúist í að verða fjölskylduviðburður fyrir þátttakendur The Masters. Þar er kærustum og eiginkonum oftar en ekki skartað, sem undantekningarlaust klæðast hvíta kaddýgalla The Masters. Í seinni tíð hefir líka aukist að kylfingar birtist með alla fjölskylduna, ekki síst yngstu meðlimi hennar. Síðan keppist hver kylfingurinn að fá birtar myndir af afkvæminu í hvíta Masters-kaddýgallanum. Að þessu sinni í par-3 keppni ársins 2014 voru þó nokkrir „krúttlegir“ þátttakendur og má hér sjá nokkrar myndir:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 06:00

The Masters 2014: Ryan Moore vann par-3 holu mótið!

Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði í par-3 holu mótinu, sem fram fór í gær á Augusta National. Hann lék par-3 holu völlinn á 6 undir pari, 21 höggi. Í 2. sæti varð sonur „rostungsins“ Craig Stadler, þ.e. Kevin Stadler en þeir feðgar keppa báðir að þessu sinni á The Masters. Kevin Stadler var á 4 undir pari, 23 höggum líkt og gamla brýnið Fuzzy Zoeller, en þeir  deildu 2. sætinu. Þrír voru síðan jafnir í 4. sæti á 3 undir pari, 24 höggum: Victor Dubuisson, Joost Luiten og Bernhard Langer. Ekki þykir eftirsóknarvert að sigra í par-3 keppninni, því sú míta er fyrir hendi að sá sem sigri í henni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 05:00

The Masters 2014: Rástímar og paranir á 1. hring

The Masters risamótið hefst í dag kl. 7:45 á Augusta National (þ.e. kl. 11:45 að íslenskum tíma) með því að Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink og Ástralinn Tim Clark hefja leik. Síðan fer hvert 3 manna hollið út með 11 mínútna millibili. Sumir ráshópar eru áhugaverðari en aðrir og eiga eflaust eftir að fá mestu athyglina en það eru t.a.m.: Adam Scott, Jason Dufner og áhugamaðurinn enski M. Fitzpatrick, sem segja má að hafi dottið í lukkupottin með hollið sitt (fara út kl. 10:41 að staðartíma – kl. 14:41 að íslenskum tíma). Annað holl sem vert er að fylgjast með er strax 11 mínútum á eftir en í því eru Rory McIlory, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk keppni á 2. besta skori McNeese og varð í 20. sæti á Jim West mótinu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese háskólanum luku keppni á Jim West Intercollegiate mótinu, í McKinney, Texas, þriðjudaginn s.l. en mótið stóð  7.-8. apríl 2014. Það fór  á hinum 7,438 yarda (6801 metra)  par-72, TPC Craig Ranch golfvelli (TPC er skammstöfun fyrir Tournament Players Club og slíkir vellir er í eigu PGA Tour, sterkustu mótaröð heims og geta PGA Tour mót farið fram á slíkum völlum). Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum. Ragnar Már lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (72 71 72) og varð í 20. sæti í einstaklingskeppninni.  Hann var á 2. besta skori McNeese liðsins, sem varð í 8. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Ragnars Más Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk keppni í 8. sæti á The Trojan

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA, tók þátt í The Trojan, móti sem fram fór 7.-8. apríl s.l. í Walnut Creek CC, í Goldsboro, Norður-Karólínu, en gestgjafi var Mt.Olive háskólinn. Aðeins lið 4 háskóla voru skráð til keppni og meðal þeirra var ekki lið Stefaníu Kristínar, en hún keppti bara sem einstaklingur í mótinu ásamt liðsfélögum sínum úr Pfeiffer liðinu, Söruh Baldwin og Allyson Heinz Alls voru keppendur í mótinu 26. Stefanía Kristín lék á samtals 154 höggum (76 78) og stóð sig best þeirra sem kepptu sem einstaklingar, en hún hafnaði í 8. sæti mótsins. Næsta mót Stefaníu Kristínar og golfliðs Pfeiffer háskóla er  Conference Carolinas Tournament, sem fram fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 02:00

The Masters 2014: Myndir frá æfingahring

Nú í dag 10. apríl hefjast leikar á The Masters risamótinu á Augusta National í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum. Golfaðdáendur víða um heim eiga eftir að sitja límdir fyrir framan sjónvarpsskjáina til þess að fylgjast með heimsins bestu kylfingum etja kappi. En Masters-mótið er í raun hafið og allir frægu föstu liðirnir hafa þegar farið fram. Þannig gátu keppendur á The Masters spilað æfingahringi á mánudaginn 7. apríl (þó slæmt veður – m.a. úrhellisrigning hafi í þetta sinn valdið því að hluti æfingahringsins var blásinn af); þriðjudaginn 8. apríl fór fram hinn hefðbundni Champions Dinner og í gær, 9. apríl átti par-3 keppnin sér stað en skv. hjátrú tekst sigurvegara þeirrar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 18:30

The Masters 2014: Engin veðjar á að Justin Rose sigri… nema Rose sjálfur!

The Masters risamótið hefst loksins á morgun – þvílík veisla framundan!!! Ekkert fyllir golffréttamiðla meira þessa dagana en spár um hver komi til með að sigra á Masters, nema vera skyldi Tiger sem ekki tekur þátt í mótinu að þessu sinni og Eisenhower tréð, sem ekki heldur er á Augusta National lengur! Margir veðja á Rory McIlory … en það eru ekki margir sem eru til að setja pening undir að enski kylfingurinn og sigurvegari Opna bandaríska 2013, Justin Rose sigri. Ástæðan er e.t.v. sú að honum hefir ekkert gengið neitt sérlega vel eftir sigur sinn á Opna bandaríska á Merion í fyrra. Þannig komst hann ekki í gegnum niðurskurð Lesa meira