Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 16:00

The Masters 2014: Caroline verður kylfuberi Rory

Kylusveinn Rory McIlroy fær frí á morgun á par-3 móti The Masters risamótsins…. að því gefnu að það rigni ekki.

Verðandi eiginkona Rory, Caroline Wozniacki, mun nefnilega verða á pokanum hjá honum eins og á síðasta ári.

Rory staðfesti það á Shell Houston Open og sagði m.a. „hún hefir bara áhyggjur af því að það rigni. Ef rignir, mun hún ekki vera kaddý.“

Wozniacki  var í hvíta kylfusveinsbúningi The Masters á síðasta ári og tók sig bara vel út í ómyndinni.

„Ég myndi segja að (kylfusveinn Rory) J.P (Fitzgerald) ætti að hafa áhyggjur,“ grínaðist Wozniaci við fréttamenn á síðasta ári. „Málið er bara að Rory hefir ekki efni á mér!“ 🙂