GKG: Ágúst fékk ás!
Ágúst Arnbjörnsson, flugstjóri og meðlimur í GKG, fór holu í höggi á 5. braut á Hacienda del Alamo. Ágúst er faðir Elísabetar, 16 ára, og var í foreldrahópi keppniskylfinga GKG, sem staddir voru þar í æfingaferð síðastliðna viku.
Ágúst náði draumahögginu í fyrsta sinn á 5. brautinni, sem er 179 metra löng, og notaði hann hybrid nr. 3 til verksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ágúst fer holu í höggi. “Ég smellhitti boltann og hann leit vel út í loftinu, en við sáum þó ekki hvar hann endaði. Þegar við komum að flötinni sást enginn bolti og við leituðum alls staðar í kring. Þegar ég var svo gott sem búinn að afskrifa boltann þá ákvað ég að kíkja í holuna til vonar og vara, og viti menn, þar lá kúlan á botninum!”
Það er óhætt að segja að GKG kylfingarnir hafi verið höggvissir í ferðinni, en eins og áður hefur verið greint á heimasíðu GKG, þá fór Sólon Baldvin, 14 ára, holu í höggi fyrr í ferðinni, og Birgir Leifur fékk albatross á par 5 braut. Hópurinn hélt heim á leið í gær og nú er bara að vona að vori snemma hjá okkur svo hægt verði að halda áfram að segja frá góðum höggum kylfinganna.
Heimild: GKG
Texti: Úlfar Jónsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024