Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Einarsdóttir – 9. apríl 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Einarsdóttir. Hún er fædd 9. apríl 1999 og á því 15 ára afmæli í dag. Ólöf María er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD) og er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik 14 ára og yngri stelpna.

Hún vakti einnig athygli í fyrra, 2013,  fyrir að fara tvívegis holu í höggi með nokkurra vikna millibili – afrekaði sem sagt það sem sumir ná ekki á allri golfævi sinni!!!!

Ólöf María Einarsdóttir, GHD fór tvisvar sinnum holu í höggi 2013.  Glæsilegt hjá þessari 14 ára stelpu! Mynd: Örnólfur Aðalsteinsson

Ólöf María Einarsdóttir, GHD fór tvisvar sinnum holu í höggi 2013. Glæsilegt hjá þessari 14 ára stelpu! Mynd: Örnólfur Aðalsteinsson

Glæsilegur kylfingur hún Ólöf María!!! Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ólöfu Maríu með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Seve Ballesteros, f. 9. apríl 1957 – d. 7. maí 2011 (hefði orðið 57 ára í dag);  Helen Alfredson, 9. apríl 1965 (49 ára); Hörður Hinrik Arnarson, GK, 9. apríl 1967 (47 ára);  Elías Víðisson,  GÞH, 9. apríl 1976 (38 ára);   Morten Örum Madsen, 9. apríl 1988 (26 ára)  …. og…..

Þórunn Einarsdóttir

F. 9. apríl 1959 (55 ára)

Valgerður Pálsdóttir

F. 9. apríl 1961 (53 ára)

Ingibjörg Birgisdóttir

F. 9. apríl 1966 (48 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is