Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2014 | 08:00

LPGA: Ryu, Pak og Kim efstar á Lotte mótinu e. 1. dag

Se Ri Pak, So Yeon Ryu og Hyo Joo Kim eru efstar eftir 1. dag LPGA Lotte Championship, en mótið hófst í gær. Mótið fer fram í Ko Olina golfklúbbnum, í Kapolei, Oahu, á Hawaii. Þær Kim, Pak og Ryu spiluðu allar þrjár á 4 undir pari, 68 höggum. Í 4. sæti er japanska stúlkan Ayako Uehara, en hún lék á 3 undir pari 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 22:45

Afmæliskylfingur dagsins: Charlotta Sörenstam – 16. apríl 2014

Það er Charlotta Sörenstam sem er afmæliskylfingur dagsins. Charlotta er systir hinnar frægu Anniku Sörenstam, sem var einráð í kvennagolfinu um langt skeið sem nr.1 á Rolex-heimslista kvenna. Charlotta er fædd 16. apríl 1973 og á því 41 árs afmæli í dag. Charlotta starfar sem golfkennari við golfskóla systur sinnar og hefir m.a. verið með golfskýringaþætti á ýmsum golfmiðlum. Lotta Sörenstam Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (30 ára);  Michael Thompson, 16. apríl 1985 (29 ára – hann leiddi m.a. fyrir lokadag McGladreys mótsins í október 2011) …. og …. Bjössi Garðars, GS F. 16. apríl 1962 (52 ára) Oli Magnusson F. 16. apríl 1970 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 10:00

John Daly tíaði upp í munni konu – Myndskeið

John Daly var ekki meðal þátttakenda í Masters risamótinu s.l. helgi en hann kann samt lagið á að vekja athygli á sér. Daly kom vídeói af sér á félagsmiðlana þar sem hann setur tí í munn konu einnar og slær síðan þ.e. drævar síðan bolta sínum af tíinu, sem er í munni konunnar. Konan er söngkonan Katherine Michelle, sem að sögn er besta vinkona kærustu Daly, Önnu Cladakis. Fyrir 2 árum sló Daly svipað högg og það var tíað upp í munni golfspjallþáttastjórnandans David Feherty. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Þetta er alls ekki til eftirbreyting og ættu menn ekki að reyna svona högg, því sá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik í 12. sæti Socon svæðismótsins – Berglind varð í 35. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR, 2013 og félagar í golfliði UNGC tóku þátt í  SoCon Women´s Golf svæðismótinu. Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG Mótið fór fram í Moss Creek golfklúbbnum á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og var Norður-völlurinn spilaður. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Sunna lék samtals á 19 yfir pari 235 höggum (79 76 80) og deildi 12. sætinu í einstaklingskeppninni ásamt 2 öðrum.   Golflið Elon varð  í 4. sæti og þar taldi skor Sunnu en hún var á 2. besta skorinu. Berglind lék á samtals  37 yfir pari, 253 höggum (83 78 92) og deildi 35. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:38

Bandaríska háskólagolfið: Ari, Theodór og golflið Arkansas Monticello luku leik í 8. sæti á GAC svæðismótinu

Theodór Emil Karlsson, GKJ, Ari Magnússon, GKG  og golflið Arkansas Monticello tóku  þátt í Great America Conference Championship Tournament, stutt: GAC svæðismótinu. Mótið fór fram í Hot Springs Country Club í Hot Springs, Arkansas og stóð dagana 13.-15. apríl 2014. Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Annar mótsdagur féll niður vegna óveðurs og voru 18 holur spilaðar fyrsta mótsdag og 36 holur í gær. Theodór Emil lék á samtals 228 höggum (74 78 76) og varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni. Ari lék á samtals 232 höggum (77 80 75) og deildi 31. sætinu í einstaklingskeppninni. Theodór var á besta skori Arkansas Monticello og Ari á næstbesta skori liðsins, en liðið hafnaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og „The Royals“ luku leik í 5. sæti í Tennessee

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals tóku þátt í 2014 Food Lion SAC Women’s Golf Championship, svæðismótinu. Mótið stóð dagana 13.-15. apríl 2014 og lauk í gærkvöldi. Gestgjafar voru Carson-Newman University, South Atlantic Conference, & Tusculum Women’s Golf  og mótið fór fram í Sevierville, Tennessee. Þátttakendur í mótinu voru 60 frá 11 háskólum. Íris Katla lék á samtals 41 yfir pari, 257 höggum (84 82 91) og lauk leik í 18. sæti í einstaklingskeppninni.  Hún varð á 2. besta skorinu af „The Royals“ sem höfnuðu í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á 2014 Food Lion SAC Women’s Golf Championship  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín stóð sig best af liði Pfeiffer í Carolina svæðismótinu

Klúbbmeistari kvenna í GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og „The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla tóku þátt í Conference Carolina´s Championship. Mótið fór fram 13.-15. apríl s.l. og voru þátttakendur 45 frá 9 háskólum. Spilað var á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu. Reyndar var lokahringurinn ekki leikinn í gær vegna óleikhæfs ástands vallar, en mikið hefir rignt á svæðinu að undanförnu.  Mótið var því stytt úr 54 holu í 36 holu mót. Stefanía Kristín lék á samtals 168 höggum (85 83) og varð í 23. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á besta skori „The Falcons“, sem hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 4. sæti og lið hans Faulkner í 1. sæti e. 2. dag SSAC svæðismótsins

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner taka þátt í SSAC svæðismótinu, sem fram fer dagana 14.-16. apríl 2014. Mótið fer fram í Lagoon Park, Montgomery, Alabama og eru þátttakendur í mótinu  65 frá 13 háskólum. Eftir 2. dag mótsins er Hrafn búinn að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (73 71). Í einstaklingskeppninni er Hrafn sem stendur í 4. sæti …. sama sæti og Miguel Angel Jimenez varð í nú í ár  á The Masters risamótinu- en Hrafn hitti Jimenez á Open de Andalucia, 27. mars fyrir 4 árum síðan, 2010 (og þá var meðfylgjandi mynd tekin). Hrafn er á besta skori „The Eagles“ golfliðs Faulkner, en það er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 10. sæti á Silverado Showdown

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs, golflið Fresno State hófu í gær leik á Silverado Showdown mótinu, í Silverado Resort and Spa  í Napa, Kaliforníu. Mótið stóð dagana 14.-15. apríl 2014, og lauk því í gærkvöldi.  Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Guðrún Brá lék samtals á 7 yfir pari, 223 höggum  (70 77 76) og hafnaði í 25. sæti í einstaklingskeppninni. Guðrún Brá og Fresno State urðu í 10. sæti í liðakeppninni og var Guðrún Brá á 3. besta skori í liðinu. Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Mountain West Championship  og fer fram dagana 24.-26. apríl n.k. í Rancho Mirage, í Kaliforníu (á sama velli, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 4. sæti og lið hans í sigursæti – Haraldur Franklín í 7. sæti á Reunion mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette luku í gær keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið. Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Mótið var stytt úr 54 holu móti í 36 holu, vegna úrhellisrigningar, þruma, eldinga og aftakaveðurs á mánudag. Axel lék seinni hringinn í gær á 1 undir pari, 71 höggi og lauk keppni samtals á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71) 4 höggum frá sigursæti.  Hann varð í 4. sæti í Lesa meira