GS: Þorvaldur Freyr og Elís Rúnar sigruðu á Opna páskamóti GS og Nóa Síríus
Það voru 44 sem luku leik í Opna páskamóti GS og Nóa Síríus í gær, þar af 1 kvenkylfingur, Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR. Veðrið var fremur erfitt til golfleiks, en heldur hvasst var. Páskaegg voru í verðlaun fyrir besta skorið og fyrstu 3 sætin í punktakeppni með forgjöf. Á besta skori í mótinu varð Þorvaldur Freyr Friðriksson, GR en hann lék Leiruna á 9 yfir pari, 81 höggi; fékk 3 skramba 4 skolla og 1 fugl (á 15. braut). Bestur í punktunum var Elís Rúnar Víglundsson, GKJ, en hann var með 35 punkta; í 2. sæti varð Þorvaldur Freyr Friðriksson (33 pkt – tekur ekki verðlaun þar sem hann varð Lesa meira
Ólafur Björn í 35. sæti e. 2. dag úrtökumótsins í Kanada
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir kanadíski PGA mótaröðina. Úrtökumótin eru nokkur og fer það sem Ólafur Björn tekur þátti fram á Austurströnd Bandaríkjanna (USA East), en mótsstaðurinn er Jack Nicklaus Signature golfvöllurinn í Reunion Resort – Kissimmee, Orlando, Flórída. Úrtökumótið átti að fram dagana 14.-18. apríl og ljúka í dag,en veðrið (hvassviðri) setti strik í reikninginn. Búið er að spila tvo hringi en þeim þriðja var frestað vegna veðurs og einum degi bætt við mótið. Ólafur Björn skrifaði eftirfarandi um gengi sitt í mótinu: „Veðrið áfram í aðalhlutverki hér í Flórída. Spilaði 5 holur í morgun og lék þær á einum undir pari. Ég byrjaði Lesa meira
Spieth vill vera með í Ryder Cup
Segja má að Jordan Spieth hafi aldeilis vakið athygli á sér eftir að verða T-2 á The Masters risamótinu s.l. helgi – nálægt því að næla sér í græna jakka þegar í 1. sinn sem hann tekur þátt. Spieth var aðeins 3 höggum á eftir Bubba Watson, á samtals 5 undir pari og á tímabili leit út að hann myndi slá met Tiger um að vera sá yngsti til að sigra á Masters, en það tókst ekki í þetta sinn. Þrátt fyrir allt er þetta ansi mikið afrek hjá stráknum frá Texas, þegar haft er í huga að hann gerðist atvinnumaður fyrir aðeins 17 mánuðum síðan. Hann tekur þannig þátt Lesa meira
PGA: Kuchar einn af 3 í forystu e. 1. dag RBC
Matt Kuchar, William McGirt og Scott Langley deila 1. sætinu eftir 1. dag á RBC Heritage, sem hófst í gær á Harbour Town Golf Links, í Hilton Head Suður-Karólínu. Allir léku þeir á 5 undir pari, 66 höggum. Einn í 4. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Harris English. Í 5. sæti er hópur 14 kylfinga þ.á.m. Jordan Spieth, sem var í ráshóp með Tom Watson og Davis Love III. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag RBC Heritage mótsins SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2014
Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (48 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012); John Gallacher 17. apríl 1981 (33 ára) … og … Helgi Ómar Pálsson, GA F. 17. apríl 1962 (52 ára) Eyjólfur Kristjánsson F. 17. apríl 1961 (53 ára) Lesa meira
GSG: Ásgeir Eiríks sigraði á Páskaeggjamótinu
Páskaeggjamótið glæsilega hjá GSG fór fram í dag. Vegna veðurs voru aðeins leiknar 9 holur og allir ræstir út kl. 9 í morgun. Þátttakendur voru 29 þar af 1 kvenkylfingur. Að hring loknum fengju allir páskasúpu! Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir 9 efstu sætin í mótinu: 1. sæti í höggleik án forgjafar: Páskaegg no 7 frá Nóa Síríus 1.-5. sæti í punktakeppni með forgjöf: Páskaegg no 7 frá Nóa Síríus 6- 9 sæti Konfektkassi frá Nóa Síríus Nándarverðlaun á par 3 holum voru páskaegg . Á besta skorinu og jafnframt efstu í punktakeppninni varð Ásgeir Eiríksson, GSG og var hann því klárlega sigurvegari Páskaeggjamótsins. Hér að neðan eru öll úrslit í Lesa meira
GG: Opnun nýrrar vefsíðu
Golfklúbbur Grindavíkur tók nýverið í notkun nýja og endurbætta vefsíðu,www.gggolf.is. Á vefsíðunni er hægt að finna allar helstu upplýsingar um Golfklúbb Grindavíkur, sögu klúbbsins, fréttir og upplýsingar um Húsatóftavöll. Vefsíðan er glæsileg og er hönnuð með nýjustu tækni í huga. Nýi vefurinn er unninn í samstarfi við Hype Markaðsstofu. Við hönnun vefsíðunnar var litið til þess að auðvelda snjallsíma- og spjaldtölvueigendum aðgengi að síðunni. Óhætt er að segja að það hafi tekist því notendaviðmót hentar ekki síður fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en fyrir hefðbundnar tölvur. Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur: „Golfklúbbur Grindavíkur er í mikilli sókn. Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur fyrir tveimur árum og á sama tíma tókum við í notkun nýjan golfskála. Við Lesa meira
Evróputúrinn: Westy efstur í Malasíu e. 1. dag
Lee Westwood (Westy) leiðir á móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Maybank Malaysian Open, sem hófst í morgun í Kuala Lumpur G&CC. Westy lék á 7 undir pari, 65 höggum. Westy, sem varð í 7. sæti í síðustu viku á Masters og sagði m.a. eftir hringinn: „Það er ánægjulegt að eiga góðan hring og koma sér vel af stað.“ Já, það hlýtur að vera góð tilfinning að leiða en Westy hefir ekki unnið mót frá því á Nordea Masters í Svíþjóð 2012. Leikur hans virðist þó allur vera á uppleið núna. Westy, sem er 40 ára og fyrrum nr. 1 á heimslistanum bætti jafnframt við: „Ég varð að vera þolinmóður í dag vegna Lesa meira
EPD: Þórður Rafn stóð sig vel í Marokkó
Þórður Rafn Gissurason, GR, tók þátt í Open Lixus mótinu, sem er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Mótið fór fram í Port Lixus Marina & Golf Resort í Larache, Marokkó. Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð og spilaði þrjá hringi mótsins á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 73 76) og hafnaði í 38. sæti. Þýski kylfingurin Max Krämer stóð uppi sem sigurvegari en hann lék á samtals 12 undir pari og munaði því 20 höggum eða u.þ.b. um 7 högg á hring milli þeirra Þórðar. Fyrir sigurinn fékk Krämer um kr. 800.000, en Þórður kr. 50.000. Til þess að sjá lokastöðuna á Lixus mótinu SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í sigurliði Faulkner á SSAC svæðismótinu!!!
Hrafn Guðlaugsson, GSE og félagar í golfliði Faulkner sigruðu í gær á SSAC svæðismótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Faulkner háskóli sigrar í svæðamótinu og var Hrafn lykilmaðurinn í sigrinum og valinn í úrvalslið SSAC (sem þykir mikill heiður) sbr. mynd hér að neðan: Hrafn lauk keppni í 4. sæti í einstaklingskeppninni í mótinu – lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum ((73 71 73). Jafnframt fær golflið Faulkner nú ásamt Coastal Georgia að taka þátt í NAIA Tournament, sama móti og Faulkner rétt slapp inn að spila á í Oregon í fyrra. Faulkner hefir nú spilað á NAIA Tournament tvívegis á 2 árum! Á þessu ári fer Lesa meira










