Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Bjarnason – 15. apríl 2014

Það er Davíð Bjarnason, GS, sem er afmæliskylfingur dagsins.Davíð er fæddur 15. apríl 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!!  Davíð er kvæntur Unni Karlsdóttur og eiga þau 3 börn. Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Davíð Bjarnason F. 15. apríl 1954 (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Joseph Brady (April 15, 1887 – December 3, 1972);  Haraldur Árnason, GK, 15. apríl 1954 (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!);  Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (59 ára); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (49 ára); Suzy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 20:00

Sonur Bubba með flotta sveiflu! Myndskeið

Sigurvegari Masters mótsins 2014, Bubba Watson og Angie kona hans ættleiddu lítinn strák, sem heitir Caleb. Caleb var á Augusta National að fagna sigrinum með pabba nú um helgina. Í fyrra skiptið þegar Bubba sigraði á The Masters, 2012, gat hann ekki beðið eftir að komast heim til sonar síns. En í þetta skipti var Caleb hjá pabba.   Caleb er þrátt fyrir ungan aldur, en hann er rétt orðinn 2 ára, kominn með hörku golfsveiflu! Hér má sjá Caleb Watson slá með „míní“dræver SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 18:00

Poulter og Westwood í Twitter-stríði

Ian Poulter og Lee Westwood eiga í skemmtilegu „Twitter-stríði.“ Það byrjaði allt á því að Poulter gerði grín að því sem Westy var í, á Masters risamótinu.  Sem e.t.v. er skiljanlegt því það sem Westy var í var býsna lummulegt – hann leit út eins og gangandi endurskínsmerki! Poulter byrjaði: Having a cuddle with @WestwoodLee hahaha #KCCO (Innskot KCCO er stytting á Keep Calm and Chive on) friends. Westy kann að svara fyrir sig.  Hann tvítaði gamla mynd af Poulter og tvítaði: „Last time I saw a shirt like that I was watching ABC (barnasjónvarpsstöð)!!!“ (Lausleg þýðing: Í síðasta sinn sem ég sá bol eins og þennan var ég að horfa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Leik frestað í gær vegna veðurs – Theodór og Ari spila 36 holur í dag

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG taka þátt í Great America Conference Championship Tournament, stutt: GAC svæðismótinu og hófu þeir keppni ásamt golfliði Arkansas Monticello í gær. Mótið fer fram í Hot Springs Country Club í Hot Springs, Arkansas og stendur dagana 13.-15. apríl 2014. Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Í gær var ekki hægt að spila vegna mikillar úrkomu og hættu á þrumum og eldingum. Í dag verða því spilaðar 36 holur.  Hér má sjá rástíma hjá Theodór og Ara fyrir 2. og 3. hring  SMELLIÐ HÉR:  Ari fór út kl. 9:20 og Theodór kl. 9:30 að staðartíma (þ.e. keppnin hófst kl. 14:30 að íslenskum tíma). Eftir 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 14:10

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 12. sæti og Berglind í 27. sæti e. 2. dag SoCon

Í fyrradag hófu Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR, 2013 og félagar í golfliði UNGC keppni á SoCon Women´s Golf svæðismótinu. Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG Mótið fer fram í Moss Creek golfklúbbnum á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og er Norður-völlurinn spilaður. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Sunna er búin að leika á samtals 11 yfir pari 155 höggum (79 76) og deilir 12. sætinu í einstaklingskeppninni ásamt 4 öðrum.   Golflið Elon er í 3. sæti og þar telur skor Sunnu en hún er á 3. besta skorinu. Berglind bætti sig um 5 högg milli hringja – lék fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 11. sæti fyrir lokahringinn

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals taka þátt í 2014 Food Lion SAC Women’s Golf Championship, svæðismótinu. Mótið hófst í gær og stendur dagana 13.-15. apríl 2014 og lýkur því í kvöld. Gestgjafar eru Carson-Newman University, South Atlantic Conference, & Tusculum Women’s Golf  og mótið fer fram í Sevierville, Tennessee. Þátttakendur í mótinu eru 60 frá 11 háskólum. Íris Katla bætti sig um 2 högg milli hringja var á 12 yfir pari, 84 á 1. hring en lék í gær á 10 yfir pari 82 höggum og fór fyrir vikið upp um 4 sæti á skortöflunni í einstaklingskeppninni, þ.e. úr 15. sætinu í það ellefta.  Queens er sem stendur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 12:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 18. sæti e. 1. dag Silverado Showdown

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs, golflið Fresno State hófu í gær leik á Silverado Showdown mótinu, í Silverado Resort and Spa  í Napa, Kaliforníu. Mótið stendur dagana 14.-15. apríl 2014, og fer lokahringurinn því fram í kvöld.  Þátttakendur 75 frá 15 háskólum. Guðrún Brá lék 1. hring á 2 undir pari, 70 glæsihöggum og var í 4. sæti mótsins eftir þann hring, en síðan fylgdi annar slakari og Guðrún Brá fór niður í 18.sæti mótsins, sem engu að síður er flottur árangur. Samtals er Guðrún Brá búin að spila á 3 yfir pari, 147 höggum  (70 77). Guðrún Brá fer út af 13. teig í dag kl. 8:30 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 12:10

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín báðir á 3 yfir pari e. 1. dag Reunion mótsins þegar leik var frestað

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette hófu í gær keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið. Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Axel og Haraldur eru báðir búnir að spila á 3 yfir pari og á Axel óloknar 7 holur og Haraldur Franklín 8 holur en ekki tókst að ljúka leik í gær vegna veðurs.  Báðir eru sem stendur í 41. sæti mótsins en eiga eftir að klára 1. hring sinn. Mótið sem upprunalega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 12:00

The Masters 2014: Vonbrigðaúrslit í ár?

The Masters risamótið í ár, sem var það 78. hófst sem það „langopnasta“ í manna minnum þ.e. miklu stærri hópur kylfinga átti tækifæri á sigri en oft áður vegna þess m.a að Tiger dró sig úr mótinu og Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurð. Spáin um úrslitin var hins vegar ekki svo óskaplega erfið s.s. sjá má á grein Golf 1 þar sem taldir voru þeir 10 sem þóttu sigurstranglegastir – en þar eru m.a. þeir sem urðu í 1 og 2 sæti taldir SMELLIÐ HÉR:  Þetta Masters mót var ekki eins rafmagnað (vegna fjarveru Tiger), vegna þess m.a. að Phil og Luke Donald komust ekki í gegnum niðurskurð og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir – 14. apríl 2014

Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945. Hún er félagi í Golfklúbbi Dalvíkur. Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir Aðrir frægir kylfingar:  Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 91 árs); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (67 ára); Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup), 14. apríl 1963 (51 árs);  Simon Wakefield, 14. apríl 1974 (spilar á European Tour og  á 40 ára Lesa meira