Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 10:00

John Daly tíaði upp í munni konu – Myndskeið

John Daly var ekki meðal þátttakenda í Masters risamótinu s.l. helgi en hann kann samt lagið á að vekja athygli á sér.

Daly kom vídeói af sér á félagsmiðlana þar sem hann setur tí í munn konu einnar og slær síðan þ.e. drævar síðan bolta sínum af tíinu, sem er í munni konunnar.

John Daly & Anna Cladakis kæresta hans.

John Daly & Anna Cladakis kærasta hans.

Konan er söngkonan Katherine Michelle, sem að sögn er besta vinkona kærustu Daly, Önnu Cladakis.

Fyrir 2 árum sló Daly svipað högg og það var tíað upp í munni golfspjallþáttastjórnandans David Feherty. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er alls ekki til eftirbreyting og ættu menn ekki að reyna svona högg, því sá sem notaður er sem tí getur stórslasast sbr. fréttina af playboymódelinu, sem nú stendur í skaðabótamáli vegna þess að hún stórslasaðist í svona uppátæki. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Sbr. sjálfan Daly sem tvítaði varúðarorð: EKKI REYNA ÞETTA HEIMA!!! eða….

Don’t try this at home! #MastersWeek #TeeitHigh #GripitandRipIt @kath_michelle @JDsACE http://t.co/XqTx5CyDv6  — John Daly (@PGA_JohnDaly) April 11, 2014

Það er bara kominn apríl, en þetta hefir engu að síður verið viðburðaríkt ár hjá Daly að svo komnu: –Hann fór holu í höggi á  Humana Challenge pro-am og hélt að hann hefði unnið bíl, sem síðan kom í ljós að hann hafði ekki þar sem högg hans var 3. högg af teig. Daly vakti síðan gríðarlega athygli fyrir klæðaburð (flottar buxur) á  HSBC Abu Dhabi Golf Championship — Svo kom hann sér í fréttirnar þegar hann tilkynnti að hann væri kominn með Yips (ósjálfráðan titiring handa) eftir að hann var á  90 höggum á 2. hring  Valspar Championship. Og nú þetta.  Maður bíður bara í eftirvæntingu eftir hvað gerist næst hjá Daly!!!