Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 10. sæti á Silverado Showdown

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs, golflið Fresno State hófu í gær leik á Silverado Showdown mótinu, í Silverado Resort and Spa  í Napa, Kaliforníu.

Mótið stóð dagana 14.-15. apríl 2014, og lauk því í gærkvöldi.  Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá lék samtals á 7 yfir pari, 223 höggum  (70 77 76) og hafnaði í 25. sæti í einstaklingskeppninni. Guðrún Brá og Fresno State urðu í 10. sæti í liðakeppninni og var Guðrún Brá á 3. besta skori í liðinu.

Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Mountain West Championship  og fer fram dagana 24.-26. apríl n.k. í Rancho Mirage, í Kaliforníu (á sama velli, þar sem Kraft Nabisco risamót kvennagolfsins er haldið ár hvert!)

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brár með því að SMELLA HÉR: