Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:38

Bandaríska háskólagolfið: Ari, Theodór og golflið Arkansas Monticello luku leik í 8. sæti á GAC svæðismótinu

Theodór Emil Karlsson, GKJ, Ari Magnússon, GKG  og golflið Arkansas Monticello tóku  þátt í Great America Conference Championship Tournament, stutt: GAC svæðismótinu.

Mótið fór fram í Hot Springs Country Club í Hot Springs, Arkansas og stóð dagana 13.-15. apríl 2014.

Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum.

Annar mótsdagur féll niður vegna óveðurs og voru 18 holur spilaðar fyrsta mótsdag og 36 holur í gær.

Theodór Emil lék á samtals 228 höggum (74 78 76) og varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni.

Ari lék á samtals 232 höggum (77 80 75) og deildi 31. sætinu í einstaklingskeppninni.

Theodór var á besta skori Arkansas Monticello og Ari á næstbesta skori liðsins, en liðið hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á GAC svæðismótinu með því að SMELLA HÉR: