Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2022 | 21:30

PGA: Cantlay leiðir í hálfleik á RBC Heritage

Það er Patrick Cantlay, sem leiðir í hálfleik á móti vikunnar á PGA Tour; RBC Heritage.

Cantlay hefir spilað á samtals 9 undir pari, 133 höggum (66 67).

Í 2. sæti er Robert Streb, á 7 undir pari 135 höggum (67 68).

Fimm kylfingar deila síðan 3. sæti, einu höggi á eftir, en það eru: Erik van Rooyen, Aaron Wise, Cameron Tringale, Cameron Young, forystumaður 1. dags og Joel Dahmen.

Mótið fer fram dagana 14.-17. apríl og er mótsstaður að venju Hilton Head í S-Karólínu.

Sjá má stöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Patrick Cantlay