Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2022 | 08:00

Dýr á golfvöllum: Spieth tafðist á 2. hring RBC vegna hreindýrs

Jordan Spieth tafðist á 2. hring sínum á RBC Heritage vegna hreindýrs, sem hljóp inn á völlinn þegar hann var að fara að slá.

Hreindýrið var nú ekki í ráshóp Spieth þegar hann hóf 2. hring sinn!

Þegar dýrið kom hlaupandi inn á völlinn var Spieth T-30 og samtals 2 undir pari. Hann var að búa sig undir 2. högg sitt á 8. braut þegar hreindýrið hljóp inn á völlinn. Eftir að hafa hlaupið aðeins um völlinn og m.a. alla hliðarsandglompuna sneri það við og hljóp aftur inn í skóginn.

Sjá má atvikið m.a. á Twitter reikningi PGA Tour með því að SMELLA HÉR: 

Spieth er nú T-8 á RBC í hálfleik; búinn að spila á samtals 5 undir pari 137 höggum (69 68); 4 höggum á eftir forystumanninum Patrick Cantlay.

Sjá má stöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: