Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, á 1. degi ÍSAM mótsins á Hlíðavelli 16. maí 2020
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2022 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur lauk keppni á Tiger Inv.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og félagar í Missouri University (The MU Tigers) tóku þátt í Tiger Inv.

Mótið fór fram dagana 11.-12. apríl 2022 í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri.

Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Dagbjartur spilaði sem einstaklingur í þetta sinn og varð T-53 í mótinu; lék á samtals 224 höggum (79 71 74).

Liðið MU Tigers, félagar Dagbjarts, sigruðu í mótinu í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Tiger Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót MU Tigers er 20-24. apríl n.k. í Georgíu.