
Perla Sól fór upp um 864 sæti á heimslista áhugamanna
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, fór upp um 864 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður í gær.
Perla Sól, sem er fædd árið 2006 og keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, náði flottum árangri á sterku áhugamannamóti á Englandi á dögunum. Þar keppti hún á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fór á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022.
Alls tóku 90 keppendur þátt og komu þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum.
Keppnisfyrirkomulagið var 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára.
Perla Sól var á meðal 10 efstu alla þrjá keppnishringina en hún endaði í 6. sæti á +11 samtals (77-75-75) 227 högg.
Perla Sól er í sæti nr. 769 á heimslistanum en hún var áður í sæti nr. 1.633. Með þessu risastökki á heimslistanum opnast nýir möguleikar fyrir Perlu Sól hvað varðar þátttöku á sterkum áhugamannamótum.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í sæti nr. 315 og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Íslandsmeistari í golfi 2021, er í sæti nr. 681. Ragnhildur og Hulda Clara leika báðar með bandarískum háskólaliðum.
Texti og mynd: GSÍ
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022