Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 18:00

GS: Kári Eiríksson og Birkir Þór Baldursson sigruðu á 1. maí móti ÓJK-ÍSAM

Þann 1. maí fór fram „1. maí mót ÓJK-ÍSAM“ á Hólmsvelli í Leiru hjá GS.

Þátttakendur voru 58 og var keppnisfyrirkomulag hefðbundið punktakeppni og verðlaun veitt fyrir besta skor.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1.verðlaun punktar: Titleist TSi dræver – Kári Eiríksson

2.verðlaun punktar: Ping 2021 pútter – Snæbjörn Guðni Valtýsson

3.verðlaun punktar: FJ regnjakki – Pétur Axel Jónsson

Besta skor: 4 dúsín af Titleist Pro V1 – Birkir Þór Baldursson

Nándarverðlaun á 8. holu: Titleist regnhlíf – Gunnar Oddsson, 3,24 m

Nándarverðlaun á 16. holu: Titleist regnhlíf – Baldur Brynjars Þórisson, 1,77 m