Íslandsmót unglinga fer fram á Þorláksvelli og seinna í dag verður ljóst hvrejir eru Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012! Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2022 | 20:00

GÞ: Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Aron Emil Gunnarsson sigruðu á Black Sand Open

Black Sand Open mótið hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar fór fram 1. maí sl.

Keppnisfyrirkomulagið var hefðbundið: punktakeppni og verðlaun veitt fyrir besta skor.

Þátttakendur voru 110, en þar af voru 11 kvenkylfingar.

Í punktakeppninni sigraði Ólafur Ingvar Guðfinnsson á 40 punktum.

Á besta skori var Aron Emil Gunnarsson, GOS, en hann lék Þorlákshafnarvöll á 7 undir pari, 64 höggum!

Sjá má lokastöðuna á Black Sand Open með því að SMELLA HÉR: