Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Kinga sigraði í stelpuflokki!

Það var Kinga Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem sigraði í stelpuflokki á 1. móti Íslandsbankamóta-raðarinnar hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Staða efstu 3 stelpna í flokki 14 ára og yngri var eftirfarandi: 1. Kinga Korpak, GS 165 högg (83-82) +21 2. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 172 högg (89-83) +28 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 173 högg (89-84) +29 Þátttakendur í stelpuflokki voru 6,  að þessu sinni, sem er góð þátttaka, þó vonandi sé að enn fleiri stelpur fari að stunda golfíþróttina!!! Heildarstaðan í stelpuflokki á þessu fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar í sumar var eftirfarandi: 1 Kinga Korpak GS 10 F 41 41 82 10 83 82 165 21 2 Alma Rún Ragnarsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 09:00

Íslandabankamótaröðin 2015: Böðvar Bragi sigraði í strákaflokki!!!

Hinn ungi og stórefnilegi Böðvar Bragi Pálsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann sinn fyrsta sigur á Íslandsbankamótaröðinni í strákaflokki. Böðvar Bragi er nýorðinn 12 ára og er árangur hans því glæsilegur. Hann lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi  (79 72).  Alls voru 22 þátttakendur sem luku keppni í strákaflokki að þessu sinni. Í 2. sæti varð Sigurður Arnar Garðarsson, GKG á 11 yfir pari, 155 höggum (79 76) og tveir deildu 3. sætinu þeir Kristófer Tjörvi Einarsson, GV á 11 yfir pari 155 höggum (77 78)  og  Andri Már Guðmundsson, GM á 11 yfir pari, 155 höggum  (75 80). Heildarúrslitin í strákaflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fór fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 03:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Ragnhildur Kristinsdóttir með sinn fyrsta sigur!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér í dag sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Hún stóð uppi sem sigurvegari á Egils Gullmótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Ragnhildur lék lokahringinn á 79 höggum og sigraði hún með þriggja högga mun á +18 (76-79-79) en Sunna Víðisdóttir úr GR varð önnur á +21 (80-80-77). Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili varð þriðja á +24 samtals (79-81-82). „Ég er búinn að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ sagði Ragnhildur eftir sigurinn en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 02:00

PGA: Kirk með 4. sigur sinn!

Chris Kirk sigraði í gær á Crowne Plaza Invitaional, sem fram hefir farið síðustu daga á Colonial í Forth Worth, Texas. Kirk lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (68 69 65 66). Þetta var 4. sigur Kirk á PGA Tour. Það voru 3 sem deildu 2. sætinu: heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn Jordan Spieth, Brandt Snedeker og Jason Bohn.  Þessir þremenninar voru aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Kirk. Til þess að sjá lokastöðuna á Crowne Plaza Inv. SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings Crowne Plaza Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: An sigraði á Wentworth

Byeong-Hun An frá Suður-Kóreu landaði fyrsta titli sínum á Evrópumótaröðrinn og það á engu litlu móti heldur sjálfu flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, sjálfu BMW PGA Championship. Til þess að sjá lokastöðuna í BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:  An stóð alveg undir þeim miklu væntingum sem gerðar hafa verið til hans; hann lauk mótinu glæsilega með hring upp á 65 og lauk keppni með því að bæta fyrra mótsmet um 2 högg; átti 6 högg á þá sem næstir komu þ.e. gömlu brýnin  Miguel Angel Jiménez and Thongchai Jaidee. Enski kylfingurinn Chris Wood var enn 2 öðrum höggum á eftir, lauk keppni á glæsihring upp á 66 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 18:30

LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni í T-22 í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik T-22 á PGA Halmstad Ladies Open at Haverdal, sem fram fór í Haverdals GK í Svíþjóð. Mótið stóð dagana 22.-24. maí 2015. Ólafía lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (74 72 78) og deildi eins og segir 22. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Það var þýski kylfingurinn Isi Gabsa sem sigraði í mótinu. Næsta mót á LET Access verður 28.-31. maí í Drobak í Noregi. Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Halmstad Ladies Open at Haverdal SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Andri Þór sigraði á 1. mótinu!

Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 5 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn. Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 09:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Björn Guðjón, Sigurlaug Rún, Kristján Benedikt, Gerður Hrönn, Böðvar Bragi og Kinga efst e. 1. (2.) hring

Hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi fer fram Íslandsbankamótaröðin og eru spilaðir 3 hringir í elsta aldursflokknum en 2 í hinum tveimur flokkunum. Keppendur eru 111. Staðan eftir 2 hringi hjá elsta flokknum og 1 hring hjá þeim yngri er eftirfarandi: Piltar 17-18 ára: 1 Björn Óskar Guðjónsson GM 2 F 39 33 72 0 74 72 146 2 2 Hákon Örn Magnússon GR 5 F 36 36 72 0 74 72 146 2 3 Vikar Jónasson GK 5 F 39 36 75 3 74 75 149 5 4 Tumi Hrafn Kúld GA 4 F 36 40 76 4 77 76 153 9 5 Henning Darri Þórðarson GK 1 F 38 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 07:00

PGA: Na efstur á 1 högg á Poulter f. lokahring Crowne Plaza – Hápunktar 3. dags

Bandaríski kylfingurinn Kevin Na er efstur eftir 3. hring Crowne Plaza Invitational. Hann á 1 högg á Ian Poulter, frá Englandi. Na er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum  en Poulter á samtals 10 undir pari, 200 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Crowne Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Crowne Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR: