Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2015 | 18:30

LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni í T-22 í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik T-22 á PGA Halmstad Ladies Open at Haverdal, sem fram fór í Haverdals GK í Svíþjóð.

Mótið stóð dagana 22.-24. maí 2015.

Ólafía lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (74 72 78) og deildi eins og segir 22. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Það var þýski kylfingurinn Isi Gabsa sem sigraði í mótinu.

Næsta mót á LET Access verður 28.-31. maí í Drobak í Noregi.

Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Halmstad Ladies Open at Haverdal SMELLIÐ HÉR: